Borgirnar þar sem flestir túristar nota Tinder

stefnumot Michael Ramey

Ferðafólk sem vill komast í kynni við heimamenn getur nýtt sér stefnumótaappið Tinder og þá ekki eingöngu til að stofna til rómantískra kynna.
Einhleypt fólk í makaleit kannast sennilega flest við Tinder forritið sem getur auðveldað notandanum að finna fleiri sem eru í sömu hugleiðingum. Fyrir ári síðan hleyptu forsvarsmenn Tinder af stokkunum nýju appi sem kallast Tinder Passport og er það hugsað fyrir túrista sem vilja blanda geði við íbúanna sjálfa. Ferðalagið verður nefnilega oft mun innihaldsríkara ef við fáum smá innsýn inn í líf heimamanna og þannig minnka líka líkurnar á að við lendum í leiðinlegum ferðamannagildrum sem því miður eru lagðar fyrir ferðalanga út um allar trissur. 
Sem fyrr segir hefur þetta túrista Tinder verið í loftinu í eitt ár og samkvæmt frétt bandaríska ferðaritsins Travel&Leisure þá hefur það náð mikilli útbreiðslu og til að mynda eru þessar vikurnar margir áhugasamir um að komast í kynni við heimamenn í Rio de Janeiro en þar fara einmitt ólympíuleikarnir fram í næsta mánuði. Ríó er hins vegar aðeins í sjöunda sæti á listanum yfir þær 15 borgir sem notkunin á Tinder Passport er mest. 

Staðirnar sem flestir nota Tinder Passport:

  1. London
  2. París
  3. New York
  4. Berlín
  5. Moskva
  6. Stokkhólmur
  7. Rio de Janeiro
  8. Sydney
  9. Barcelona
  10. Buones Aires
  11. Melbourne
  12. Los Angeles
  13. Auckland
  14. Dublin
  15. Róm

Að lokum má þess geta að flogið er beint frá Keflavíkurflugvelli til 9 af þeim borgunum fimmtán.