Samfélagsmiðlar

Brexit hefur ekki áhrif á Íslandsflug easyJet

easyjet islenski fani

Ísland er orðinn mun dýrari áfangastaður fyrir Breta en forsvarsmenn easyJet verða hins vegar ekki varir við minni áhuga á ferðum hingað til lands. Ísland er orðinn mun dýrari áfangastaður fyrir Breta en forsvarsmenn easyJet verða hins vegar ekki varir við minni áhuga á ferðum hingað til lands.
Í mars 2012 hóf breska flugfélagið easyJet að fljúga hingað til lands og bauð þá upp á þrjár ferðir í viku frá Luton flugvelli við London. Umsvif fyrirtækisins hafa hins vegar margfaldast síðustu ár og fóru þotur easyJet 149 ferðir til Íslands í mars síðastliðnum frá sjö breskum og tveimur svissneskum flugvöllum. Ekkert erlent flugfélag er álíka stórt hér á landi.
Mikilvægi easyJet fyrir íslenska ferðaþjónustu er því mikið og sérstaklega utan háannatíma. Til að mynda komu hingað fleiri breskir túristar í febrúar sl. en allt síðasta sumar og fjöldi svissneskra ferðamanna þrefaldaðist þegar félagið bauð upp á vetrarferðir hingað frá Genf og Basel.

Reykjavík ört vaxandi markaður

Í kjölfar þjóðatkvæðagreiðslunnar um aðild Breta að ESB hrundi hins vegar hlutabréfaverð easyJet enda höfðu forsvarsmenn félagsins lýst því yfir að brotthvarf Bretlands úr bandalaginu myndi hafa slæm áhrif og að þetta stærsta lággjaldaflugfélag landsins. Mikil lækkun breska pundsins undanfarnar vikur er líka talin geta slegið mjög á eftirspurn Breta eftir ferðalögum til útlanda. 
Það eru hins vegar engar vísbendingar í dag um að breskir farþegar easyJet séu farnir að snúa baki við Íslandsferðum að sögn Andy Cockburn, talsmanns easyJet. „Eftirspurn eftir flugi okkar til Íslands heldur áfram að vera mikil. Síðustu ár höfum bætt við nýjum flugleiðum til Íslands og Reykjavík er ennþá ört vaxandi markaður fyrir easyJet. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar mun ekki hafa nein efnisleg áhrif á stefnu okkar sem byggist á því að fókusera á leiðandi flugvelli og svæði sem mikil eftirspurn er eftir.”

Ríflega þriðji hver hótelgestur frá Bretlandi

Kannanir sýna hins vegar að neytendur í Bretlandi eru almennt mun svartsýnni á framtíðina núna en þeir hafa verið um langt árabil og það gæti meðal annars haft áhrif á eftirspurn eftir utanlandsferðum. Verðlag hér á landi hefur til dæmis hækkað um nærri fjórðung í pundum talið sl. ár. Það á til dæmis við kaup á gistingu en síðastliðinn vetur kom ríflega 36 prósent gesta á hótelum höfuðborgarinnar frá Bretlandi samkvæmt tölum Hagstofunnar. 
TENGDAR GREINAR: Veiking pundsins gæti dregið úr vetrarferðum Breta – Erfitt að meta langtímaáhrif Brexit á Icelandair Group

Nýtt efni

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …