Samfélagsmiðlar

Ekki staðið vörð um réttindi Frakklandsfara

paris yfir

Skortur á eftirliti með sölu á aukaferðum til Parísar um síðustu helgi þrátt fyrir skýrar reglur.  Skortur á eftirliti með sölu á aukaferðum til Parísar um síðustu helgi þrátt fyrir skýrar reglur. 
Það voru ekki aðeins Icelandair, WOW air og íslenskar ferðaskrifstofur sem stóðu fyrir aukaferðum til Parísar vegna leiks Íslendinga og Frakka í borginni á sunnudagskvöld. Einstaklingar og fyrirtæki sem hingað til hafa ekki komið nærri ferðaþjónustu buðu upp jafnframt upp á flugferðir líkt og fram kom í fjölmiðlum í aðdraganda leiksins. Flugsætin seldust hratt upp þessar aukaferðir, til að mynda varð uppselt í flug Netmiða og Auglýsingastofunnar 23 á tveimur sólarhringum samkvæmt frétt Mbl.is.

Nauðsynlegt að herða eftirlit

Þeir sem selja eða skipuleggja ferðalög út í heim verða að hafa leyfi frá Ferðamálastofu líkt og segir í tilkynningu sem birtist á heimasíðu stofnunarinnar sl. miðvikudag. Þessar aukaferðir til Parísar voru hins vegar farnar og líkt og kom fram í frétt Rúv í gær þá stefnir í hópmálsókn vegna flugsins á vegum Netmiða þar sem brottför frá París var flýtt um rúman hálfan sólarhring með skömmum fyrirvara. Á Facebook síðu þar sem sú ferð er kynnt kemur fram að einnig sé hægt að kaupa miða á leikinn og heildarverðið var þá á bilinu 300 til 330 þúsund krónur. Svo virðist sem flugsæti og miðar hafi verið seld í sitthvoru lagi og því var ekki um pakkaferð að ræða en réttindi farþega í þess háttar ferðum eru meiri en þeirra sem setja saman sínar eigin ferðir. En þó aðeins ef keypt er af aðila með ferðaskrifstofuleyfi. Og ekki hefur farið framhjá neinum að tugir Íslendinga fengu aldrei miðana sem þeir keyptu á leikinn í París afhenta og mun það mál vera til rannsóknar hjá frönsku lögreglunni.

Myndi ekki gerast á öðrum mörkuðum

Atburðarás síðustu daga kallar hins vegar ekki á skýrari reglur um sölu á utanlandsferðum að mati Guðrúnar Sigurgeirsdóttur, hjá ferðaskrifstofunni Vita, og Þórunnar Reynisdóttur, hjá Ferðaskrifstofu Íslands. „Það er mjög auðvelt að koma í veg fyrir svona rugl með því að fara fram á að þeir aðilar sem selja þessa þjónustu sýni fram á að þeir séu með leyfi,“ bætir Þórunn við. 
Aðspurð um hvort hún telji að það hafi gripið um sig gullgrafaraæði í síðustu viku segir Guðrún að svo megi segja en bendir jafnframt á að eftirspurn eftir flugi og miðum á leikinn hafi verið meira en framboð og þá sjái menn tækifæri. „Ég veit ekki hvort þetta er spurning um óheiðarleika eða hvort menn meintu vel en kunni ekki til verka.“ Þórunn segir ljóst að einhverjir aðilar hafi séð þarna tækifæri til að afla sér tekna eða fá fría auglýsingu á sér og sinni þjónustu jafnvel þó þeir hafi ekki verið með neitt flug í hendi. Þórunn gagnrýnir líka eftirlitsaðila og fjölmiðla fyrir sinn þátt í málinu. „Á öðrum mörkuðum myndu t.d aðilar eins og Ferðamálastofa láta vita af því opinberlega að viðkomandi sé ekki með leyfi og jafnvel myndi Neytendstofa fylgja því eftir. Blaðamenn ættu líka kanna bakgrunn viðkomandi aðila og hvort söluferlið sé í lagi en ekki slá því aftur og aftur upp á forsíðu að einhver sé að reyna að finna flugvél og svo er bara loft á bakvið fréttina,“ segir Þórunn.

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …