Fækka sólarlandaferðunum til Andalúsíu

strond fotspor chris sardegne

Forsvarsmenn Heimsferða draga úr framboði á ferðum til Almería í sumar og verður síðasta brottförin á mánudag. Forsvarsmenn Heimsferða draga úr framboði á ferðum til Almería í sumar og verður síðasta brottförin á mánudag. Samtals hafa átta ferðir á suðrænar sólarstrendur verið felldar niður í sumar. 
Þó framboð á sólarlandaferðum frá Íslandi hefur verið mikið síðustu sumur hefur lítið verið um að ferðir séu felldar niður, sérstaklega ekki yfir hásumarið. Nú bregður hins vegar svo við að búið er að fækka ferðum á sólarstrendurnar við Antalya á Tyrklandi úr tólf í sjö og nú ætla Heimsferðir að hætta beinu flugi til Almería á Spáni í næstu viku og fella niður þau þrjú flug sem ófarin voru. Að sögn Tómasar J. Gestssonar, forstjóra Heimsferða, verður farþegum sem áttu bókað far til Almería gert kleift að fara þangað í gegnum aðra flugvelli eða þeim boðið að nýta sér aðra kosti sem í boði eru. Tómas segir að Heimsferðir verði með starfsemi í Almería til 11. ágúst en síðasta beina flugið er nú á mánudag. 
Eftir þessa breytingar á sumaráætlun Heimsferða verða systurfyrirtækin Úrval-Útsýn og Sumarferðir þau einu með ferðir til Almería þar sem eftir lifir sumars.

EM á kostnað strandferða?

Þátttaka íslenska karlalandsliðsins á EM í sumar hefur laðað tugþúsundir Íslendinga til Frakklands síðustu daga og vikur og líkt og kom fram í frétt Mbl.is þá hefur það líklega dregið úr eftirspurn eftir sólarlandaferðum í sumar. Enda hafa farmiðarnir á leiki Íslands í úrslitakeppninni kostað á annað hundrað þúsund og líklega eru ferðasjóðir margra landsmanna nánast tómir um þessar mundir.