Farmiðar til Íslands lækkuðu um helming milli ára

gatwick braut

Að jafnaði þurftu breskir ferða­menn aðeins að greiða um 17 þúsund krónur fyrir flug­miða til Íslands og heim aftur á öðrum fjórð­ungi ársins. Á sama tíma í fyrra var fargjaldið tvöfalt hærra. Að jafnaði þurftu breskir ferða­menn aðeins að greiða um 17 þúsund krónur fyrir flug­miða til Íslands og heim aftur á öðrum fjórð­ungi ársins. Á sama tíma í fyrra var fargjaldið tvöfalt hærra.
Í apríl, maí og júní flugu rétt um 56 þúsund breskir ferða­menn frá Kefla­vík­ur­flug­velli og nam aukn­ingin 36 prósentum samkvæmt taln­ingu Ferða­mála­stofu. En Bretar og Banda­ríkja­menn eru lang­fjöl­menn­astir í hópi ferða­manna á Íslandi og sl. vetur stóðu breskir gestir undir meira en þriðju hverri gistinótt á hótelum höfuð­borg­ar­svæð­isins. Framboð á flugi milli Íslands og Bret­lands hefur líka marg­faldast síðustu ár og í dag er flogið hingað frá 11 breskum flug­völlum. Þar af fjórum á Lund­únar­svæðinu en þangað er flogið allt að átta sinnum á dag á vegum fjög­urra flug­fé­laga og lætur nærri að fimmta hver þota sem tekur á loft frá Kefla­vík­ur­flug­velli setji stefnuna á bresku höfuð­borgina samkvæmt taln­ingum Túrista.

Verð­hrun síðustu mánuði

Síðustu misseri hefur ferð­unum til Bret­lands fjölgað og til að mynda var WOW air að hefja flug til Edin­borgar og Bristol og Icelandair bætti nýverið Aber­deen við leiða­kerfi sitt. Auk þess ætlar British Airways að bjóða upp á daglegt flug til Íslands frá Heathrow í stað þriggja ferða í viku. Þessi mikla aukning hefur valdið því að verð á farmiðum til Íslands og heim aftur frá breskum flug­völlum lækkaði um 49 prósent á öðrum ársfjórð­ungi í pundum talið samkvæmt tölum frá flug­bók­un­ar­síð­unni Kayak sem er ein sú stærsta í heimi. Eða úr 175 pundum í 89 fyrir flug­miða báðar leiðir.
Þegar breska verðið er umreiknað í íslenskar krónur, miðað við meðal­verð á öðrum ársfjórð­ungi 2015 og 2016, þá kemur í ljós að meðal­far­gjaldið í ár var 16.759 krónur en var 35.962 kr. á sama tíma í fyrra. Lækk­unin er þá enn meiri eða 53 prósentum og misræmið skýrist af ört lækk­andi gengi breska pundsins.

Reykjavík er hástökkvari

Á sama tíma og fargjöldin hingað lækka þá aukast vinsældir landsins því á öðrum ársfjórð­ungi var Reykjavík fimmti vinsæl­asti áfanga­stað­urinn meðal þeirra sem leituðu að farmiðum á vef Kayak eins og sjá má á töfl­unni hér fyrir neðan. Íslenska höfuð­borgin var hins vegar í 44. sæti á sama tíma í fyrra.
Hvort tölur Kayak gefa rétta mynd af verð­þróun á flugi milli Íslands og Bret­lands er erfitt að segja en þar sem Kayak er ein stærsta flug­leit­ar­síða heims en nýtur þó mun meiri vinsælda vest­an­hafs en í Evrópu.