Lægstu fargjöldin hafa lækkað oftar en þau hækka

london David Dibert

Fargjöldin til Óslóar, Kaupmannahafnar og London þróast á mismunandi hátt milli ára og eftir flugfélögum. Fargjöldin til Óslóar, Kaupmannahafnar og London þróast á mismunandi hátt milli ára og eftir flugfélögum.
Ef stefnan er sett á höfuðborg Danmerkur í annarri viku ágústmánaðar þá er hægt að komast þangað fyrir 32 þúsund krónur en á sama tíma í fyrra kostaði ódýrasta fargjaldið nærri 66 þúsund krónur. Þá var það WOW sem bauð best en núna er það Icelandair. Lægsta verðið til London og Óslar eftir fjórar vikur er líka lægra núna en það hefur verið samkvæmt mánaðarlegum verðkönnunum Túrista. Hins vegar kostar álíka mikið í dag og í fyrra að panta sér farmiða með tólf vikna fyrirvara til Óslóar og Kaupmannahafnar en til London má komast fyrir minna fé eins og sjá má á töflunum hér fyrir neðan.