Flogið til 70 borga í júní

flugtak 860 a

Áfram fjölgar valmöguleikum farþega hér á landi þegar kemur að áætlunarferðum til Evrópu og N-Ameríku. Áfram fjölgar valmöguleikum farþega hér á landi þegar kemur að áætlunarferðum til Evrópu og N-Ameríku.
Frá Keflavíkurflugvelli voru farnar áætlunarferðir til 70 áfangastaða í síðasta mánuði en þeir voru 58 á sama tíma í fyrra samkvæmt talningum Túrista. Ferðunum fjölgaði líka verulega eða um 28 prósent. Þrátt fyrir þessa miklu stækkun á leiðakerfi Keflavíkurflugvallar þá breytist listinn yfir þær 20 borgir sem oftast er flogið til lítið. Kaupmannahöfn náði þó toppsætinu af London í júní og Montreal náði inn á topp 20 en bæði Icelandair og WOW hófu að fljúga til kanadísku borgarinnar í byrjun sumars. Aldrei áður hefur það gerst að bæði þessi íslensku flugfélög fari jómfrúarflug sín til sömu borgarinnar á sama tíma.