Íslensku flugfélögin með yfirburðastöðu

kef icelandair wow

Þotur á vegum 18 erlendra flugfélaga flugu reglulega til og frá landinu í júní en þrátt fyrir fjöldann þá standa Icelandair og WOW undir nærri 8 af hverjum 10 brottförum. Þotur á vegum 18 erlendra flugfélaga flugu reglulega til og frá landinu í júní en þrátt fyrir fjöldann þá standa Icelandair og WOW undir nærri 8 af hverjum 10 brottförum.
Í júní í fyrra skiptust áætlunarferðirnar frá Keflavíkurflugvelli á milli 16 flugfélaga en í ár voru félögin 21. Þar af þrjú íslensk en tvö þeirra, Icelandair og WOW air, eru lang umsvifamest. Í júní sl. voru til að mynda um sex af hverjum tíu brottförum á vegum Icelandair og WOW air stóð fyrir fimmtungi. Sameiginlegt vægi félaganna var álíka hátt í júní fyrra og hittifyrra en ögn hærra á sama tíma árið 2013 eða 84,2 samkvæmt talningum Túrista.

SAS og Delta stórauka umsvifin

Flest þau flugfélög sem stunda Íslandsflug yfir sumarmánuðina hafa fjölgað ferðum frá því í fyrra. Hlutfallslega hefur aukningin hins vegar verið einna mest hjá hinu skandinavíska SAS og hinu bandaríska Delta. Bæði félög hafa nærri tvöfaldað ferðafjöldann hingað til lands og munar þar um nýja flugleið SAS frá Kaupmannahöfn og Delta flýgur nú hingað í fyrsta sinn frá Minneapolis. Þessi tvö félög komast því á listann yfir fimm umsvifamestu flugfélögin á Keflavíkurflugvelli í júní.
Eins og sjá má hér fyrir neðan þá breytist hlutdeild Icelandair og WOW töluvert á milli ára. Tekið skal fram að tölurnar eiga aðeins við fjölda ferða hjá flugfélögnum en ekki farþegafjölda. Síðarnefndu upplýsingarnar eru ekki opinberar.