Samfélagsmiðlar

Ný flugleið til Ítalíu opnar næsta sumar

trieste castello Miramare photo marco milani

Þó sumarið sé tæplega hálfnað þá er nú þegar hægt að bóka flugsæti með Primera Air næsta sumar. Þar á meðal til ítölsku borgarinnar Trieste, skammt frá Feneyjum. Þó sumarið sé tæplega hálfnað þá er nú þegar hægt að bóka flugsæti með Primera Air næsta sumar. Þar á meðal til ítölsku borgarinnar Trieste, skammt frá Feneyjum.
Ítalía er eitt vinsælasta ferðamannaland Evrópu en þrátt fyrir það er framboð á áætlunarflugi þangað frá Íslandi lítið og hefur takmarkast við sumarflug til Mílanó og Rómar. Á þessu verður breyting næsta sumar þegar þotur Primera Air munu á þriðjudagsmorgnum fljúga frá Keflavíkurflugvelli til Trieste sem er í norðausturhluta Ítalíu. Jómfrúarferðin verður farin 30. maí og síðasta heimflugið til Íslands er 29. ágúst. Ódýrasta farið, báðar leiðir, kostar í dag 52.990 kr. samkvæmt athugun Túrista en borga þarf 4.900 kr. aukalega fyrir farangur hvora leið.  

Sólbrúnir og kaffiþyrstir Triestini

Frá flugvellinum í Trieste tekur aðeins tæpan einn og hálfan tíma að keyra til Feneyja svo dæmi sé tekið. Trieste sjálf hefur einnig sótt í sig veðrið sem áfangastaður ferðamanna og oft kölluð „Litla Vín við hafið“. Ástæðan er sú að byggingarstíll borgarinnar minnir um margt á höfuðborg Austurríki enda tilheyrði Trieste grönnum sínum í norðri fram að fyrri heimstyrjöld. Íbúar borgarinnar, hinir svokölluðu Triestini, bera því margir ættarnöfn sem eru algengari í löndum Mið-Evrópu en í suðurhlutanum. En vegna þess hve sólríkt er á þessum slóðum hefur því verið haldið fram að hvergi á Ítalíu sé að finna sólbrúnna fólk en einmitt í Trieste. Þar hefur svo kaffiinnflutningur og framleiðsla blómstrað um langt skeið og þaðan kemur til að mynda kaffimerkið Illy.   

Örstutt til nágrannanna

Staðsetning Trieste er sérstök því borgin er á landræmu sem er aðeins nokkrir kílómetrar á breiddina þar sem hún er mjóst. Og frá miðborg Trieste eru aðeins 10 kílómetrar að landamærum Slóveníu og það tekur aðeins rúman klukkutíma að keyra þaðan til Ljubliana. Þessi nýja flugleið auðveldar hins vegar ekki bara aðgengið að Slóveníu fyrir íslenska túrista heldur líka Króatíu en þangað eru aðeins um 35 kílómetrar frá ítölsku borginni. 

Fjórir spænskir áfangastaðir líka komnir í sölu

Primera Air, sem er systurfélag ferðaskrifstofunnar Heimsferða, hefur síðustu ár aukið framboð sitt á ferðum frá Íslandi og samkvæmt upplýsingum frá Anastasija Visnakova, framkvæmdastjóra sölu-og markaðsmála Primera Air, þá hefur félagið nú þegar hafið sölu á flugi sínu frá Íslandi næsta sumar. Á nýrri heimasíðu Primera Air er því í dag hægt að bóka flug til Alicante, Tenerife, Barcelona og Malaga auk Trieste.
Með ódýrustu fargjöldum Primera Air fylgir aðeins handfarangur en borga þarf 4.900 krónur fyrir að innrita töskur. Einnig er hægt að velja dýrari farmiða þar sem farangur, sætisval, matur og jafnvel breytingar eru innifaldar.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …