Fljúga nú til Íslands allt árið frá Barcelona

vueling stor

Farþegaþotur Vueling munu nú fljúga allt árið um kring til Íslands frá einni vinsælustu ferðamannaborg Evrópu. Farþegaþotur Vueling munu nú fljúga allt árið um kring til Íslands frá einni vinsælustu ferðamannaborg Evrópu.
Hingað til hafa flugsamgöngur milli Íslands og Barcelona lagst af yfir vetrarmánuðina ef frá eru taldar nokkrar ferðir á vegum spænska lággjaldaflugfélagsins Vueling yfir jól og áramót og um páska. Forsvarsmenn félagsins ætla hins vegar að auka vetrarflugið í ár og bjóða upp á vikulegar ferðir yfir háveturinn og verður þá flogið aðfaranótt laugardags suður á bóginn og lent í morgunsárið í Katalóníu. Ódýrustu farmiðar Vueling kosta um 13.200 krónur (99,99 evrur) en við fargjöldin bætast töskugjöld fyrir þá sem vilja innrita farangur. 

Áfram til Rómar næsta sumar

Vueling býður ekki aðeins upp á flug héðan til Barcelona því síðustu tvö sumur hefur félagið einnig verið með áætlunarferðir hingað frá Róm. Og samkvæmt flugáætlun næsta sumars þá verða Rómaflugin áfram á dagskrá en þangað flýgur einnig WOW air. 
Vueling er í eigu IAG samteypunnar sem á einnig flugfélögin British Airways og Iberia en nýverið hófu bæði þessi flugfélög áætlunarflug hingað til lands. IAG tók einnig nýverið yfir írska flugfélagið Aer Lingus en það félag hefur ekki ennþá bætt Íslandi við leiðakerfi sitt.