Gautaborg að hætti hönnuðar Nudie

gautaborg per pixel peterson

Það er löng hefð fyrir frumkvöðlum í næst fjölmennastu borg Svíþjóðar og meðal þeirra er Maria Erixon stofnandi Nudie gallabuxnafyrirtækisins.
Á síðasta ári tvöfaldaðist fjölda íslenskra hótelgesta í Stokkhólmi á meðan fjöldinn í Kaupmannahöfn stóð í stað. Sænska höfuðborgin er því kominn almennilega á kortið hjá íslenskum túristum og með auknu flugi Icelandair til Gautaborgar þá gæti sú borg líka farið að laða til sín fleiri frónbúa. Borgin hefur nefnilega að mörgu að státa, til að mynda Liseberg skemmtigarðinum og svo er matarmenning heimamanna á háu stigi og þar eru nokkrir Michelin veitingastaðir. 
Svíar eru annálað tískufólk og standa að baki mörgum af þekktustu fatamerkjum í heimi og fer þar H&M fremst í flokki. Nudie gallabuxnaframleiðandinn er eitt þessara merkja og þar heldur um taumana kona að nafni Maria Erixon. Hún er búsett í Gautaborg og nýverið mælti hún með nokkrum góðum stöðum í borginni fyrir þá sem vilja gera sér þar góðan dag. Listann má finna á síðu vefritsins PORT.
Icelandair býður upp á flug til Gautaborgar, allt að fimm sinnum í viku, frá byrjun maí og fram til loka september.