Guðmundur fer frá Icelandair til Flugfélagsins

Gudm flugfelag

Nýr forstöðumaður hjá Flugfélagi Íslands hefur 12 ára reynslu frá Icelandair. Nýr forstöðumaður hjá Flugfélagi Íslands hefur 12 ára reynslu frá Icelandair.
Frá og með haustinu verður Guðmundur Óskarsson ábyrgur fyrir sölu- og markaðsmálum hjá Flugfélagi Íslands. En Guðmundur hefur síðastliðin átta ár gegnt stöðu forstöðumanns sölu- og markaðsmála Icelandair. Þar á undan var hann markaðsstjóri fyrirtækisins í Mið-Evrópu um tveggja ára skeið og þar á eftir í Skandinavíu í jafn langan tíma.
Aðspurður um ástæður þess að hann söðli nú um segir Guðmundur að nú hafi verið góður tímapunktur til að breyta til. „Ég er búinn að vera í núverandi starfi hjá Icelandair síðan 2008, það eru tímamót hjá Flugfélagi Íslands með innleiðingu nýrra véla og breyttri þjónustu og ég hef áhuga á að taka þátt í þeim breytingum ásamt nýjum áskorunum.“
Guðmundur með B.A. gráðu í alþjóðasamskiptum og viðskiptafræði frá Penn State háskólanum í Bandaríkjunum.

Nýr flugfloti Flugfélagsins

Í byrjun árs tók Flugfélag Íslands í notkun Bombardier Q-400 flugvélar sem eru hraðfleygari en Fokker vélarnar sem félagið hafði áður notað. Með þessum nýja flugflota skapast tækifæri til að fljúga á áfangastaði sem eru lengra í burtu og til að mynda er það Bombardier vél Flugfélagsins sem flýgur með farþega Icelandair til Aberdeen í Skotlandi en þangað hófst áætlunarflug í lok vetrar. Flugfélag Íslands hefur einnig bætt við flugi til Kangerlussuaq sem er fimmti áfangastaður félagsins þar í landi.