Samfélagsmiðlar

Hvassahraunsflugvöllur ekki skynsamlegur að mati forstjóra WOW

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, telur það skelfilega fjárfestingu að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni.

reykjavikurflugvollur isavia

Athuganir á nýju flughafnarstæði við Hvassahraun munu hefjast á næstunni á vegum Icelandair. Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, telur það skelfilega fjárfestingu að byggja nýjan flugvöll skammt frá þeim sem fyrir er.
Tilraunaflug á vegum Icelandair hefst á næstunni við Hvassahraun og er tilgangurinn að kanna möguleikann á að reisa þar innanlandsflugvöll sem gæti einnig þjónustað millilandaflug samkvæmt frétt Fréttatímans. Í blaðinu er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group, að fyrirtækið hafi lagt töluvert fé í að kanna þennan möguleika enda liggi það fyrir að Reykjavíkurflugvöllur sé að fara úr Vatnsmýrinni.

Hefur enga trú á að Icelandair fari þessa leið

Ef millilandaflug Icelandair myndi færast yfir í Hvassahraun er ljóst að þrengslin sem eru á Keflavíkurflugvelli í dag myndu heyra sögunni til því Icelandair stendur undir nærri sex af hverjum 10 ferðum til og frá flugvellinum. Forstjóri og eigandi WOW, Skúli Mogensen, er hins vegar ekki sannfærður um þessar þreifingar Icelandair í Hvassahrauni. „Ég skil ekki þessa umræðu og tel hana á villigötum enda liggur fyrir mjög gott „Masterplan” um stækkun Keflavíkurflugvallar,” segir Skúli í svari til Túrista. „Það að ætla að byggja annan alþjóðlegan flugvöll, bókstaflega í bakgarði Keflavíkurflugvallar, á sama tíma og verið er að meira en tvöfalda flutningsgetuna þar getur ekki verið skynsamlegt. Mér vitandi eru engin flugfélög, alla vega í hinum vestræna heimi, sem byggja og reka eigin flugvelli og hef ég enga trú á að Icelandair ætli að fara þá leið enda væri það skelfileg fjárfesting að reisa annan flugvöll við hliðina á þeim sem fyrir er,” bætir Skúli við.

Stækkunin mikilvæg

Samkvæmt áformum sem forsvarsmenn Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar, kynntu nýverið stendur til að stækka Flugstöð Leifs Eiríkssonar verulega á næstu árum. Skúli ítrekar að mikilvægt sé að það verkefni komist á fullt. „Það á að vera eitt helsta forgangsverkefni ríkisins að tryggja að sú áætlun standist enda gríðarlegir hagsmunir fyrir ríkið og okkur öll að tryggja áframhaldandi stækkun Keflavíkurflugvallar. Ferðaþjónustan er orðin langstærsta tekjulind þjóðarinnar og við sjáum öll hvað innviðirnir eru orðnir veikir. Við megum engan tíma missa í að hrinda þeim framkvæmdum af stað af fullum krafti og tryggja aukna flutningsgetu og betri aðstöðu til að geta þjónustað farþega og áhafnir sem allra best.”

„WOW terminal” kæmi hins vegar til greina

Fyrr á þessu ári sagði Skúli Mogensen að þrengslin á Keflavíkurflugvelli takmörkuðu vöxt WOW air og hugsanlega yrði félagið að flytja hluta af starfsemi sinni annað til að nýta öll þau tækifæri sem liggja í loftinu. Aðspurður segir hann þó að eigin flugstöð sé ekki lausn á þeirri stöðu en hins vegar kæmi til greina að WOW myndi reisa eigin farþegabyggingu við Keflavíkurflugvöll. „WOW hefur mikinn áhuga á því að byggja eigin „terminal” á núverandi flugvallarsvæði. Það er alþekkt fyrirkomulag og eitthvað sem við hefðum áhuga á að skoða og ég hef áður nefnt.”
TENGDAR GREINAR: ÓÁBYRGT AÐ KANNA EKKI HVASSAHRAUN – VERÐUR HVASSAHRAUNSFLUGVÖLLUR „ICE“?ENGIN RÖK FYRIR ÞVÍ AÐ BYGGJA GRÓÐURHÚS Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …