Samfélagsmiðlar

Hvassahraunsflugvöllur ekki skynsamlegur að mati forstjóra WOW

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, telur það skelfilega fjárfestingu að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni.

reykjavikurflugvollur isavia

Athuganir á nýju flughafnarstæði við Hvassahraun munu hefjast á næstunni á vegum Icelandair. Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, telur það skelfilega fjárfestingu að byggja nýjan flugvöll skammt frá þeim sem fyrir er.
Tilraunaflug á vegum Icelandair hefst á næstunni við Hvassahraun og er tilgangurinn að kanna möguleikann á að reisa þar innanlandsflugvöll sem gæti einnig þjónustað millilandaflug samkvæmt frétt Fréttatímans. Í blaðinu er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group, að fyrirtækið hafi lagt töluvert fé í að kanna þennan möguleika enda liggi það fyrir að Reykjavíkurflugvöllur sé að fara úr Vatnsmýrinni.

Hefur enga trú á að Icelandair fari þessa leið

Ef millilandaflug Icelandair myndi færast yfir í Hvassahraun er ljóst að þrengslin sem eru á Keflavíkurflugvelli í dag myndu heyra sögunni til því Icelandair stendur undir nærri sex af hverjum 10 ferðum til og frá flugvellinum. Forstjóri og eigandi WOW, Skúli Mogensen, er hins vegar ekki sannfærður um þessar þreifingar Icelandair í Hvassahrauni. „Ég skil ekki þessa umræðu og tel hana á villigötum enda liggur fyrir mjög gott „Masterplan” um stækkun Keflavíkurflugvallar,” segir Skúli í svari til Túrista. „Það að ætla að byggja annan alþjóðlegan flugvöll, bókstaflega í bakgarði Keflavíkurflugvallar, á sama tíma og verið er að meira en tvöfalda flutningsgetuna þar getur ekki verið skynsamlegt. Mér vitandi eru engin flugfélög, alla vega í hinum vestræna heimi, sem byggja og reka eigin flugvelli og hef ég enga trú á að Icelandair ætli að fara þá leið enda væri það skelfileg fjárfesting að reisa annan flugvöll við hliðina á þeim sem fyrir er,” bætir Skúli við.

Stækkunin mikilvæg

Samkvæmt áformum sem forsvarsmenn Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar, kynntu nýverið stendur til að stækka Flugstöð Leifs Eiríkssonar verulega á næstu árum. Skúli ítrekar að mikilvægt sé að það verkefni komist á fullt. „Það á að vera eitt helsta forgangsverkefni ríkisins að tryggja að sú áætlun standist enda gríðarlegir hagsmunir fyrir ríkið og okkur öll að tryggja áframhaldandi stækkun Keflavíkurflugvallar. Ferðaþjónustan er orðin langstærsta tekjulind þjóðarinnar og við sjáum öll hvað innviðirnir eru orðnir veikir. Við megum engan tíma missa í að hrinda þeim framkvæmdum af stað af fullum krafti og tryggja aukna flutningsgetu og betri aðstöðu til að geta þjónustað farþega og áhafnir sem allra best.”

„WOW terminal” kæmi hins vegar til greina

Fyrr á þessu ári sagði Skúli Mogensen að þrengslin á Keflavíkurflugvelli takmörkuðu vöxt WOW air og hugsanlega yrði félagið að flytja hluta af starfsemi sinni annað til að nýta öll þau tækifæri sem liggja í loftinu. Aðspurður segir hann þó að eigin flugstöð sé ekki lausn á þeirri stöðu en hins vegar kæmi til greina að WOW myndi reisa eigin farþegabyggingu við Keflavíkurflugvöll. „WOW hefur mikinn áhuga á því að byggja eigin „terminal” á núverandi flugvallarsvæði. Það er alþekkt fyrirkomulag og eitthvað sem við hefðum áhuga á að skoða og ég hef áður nefnt.”
TENGDAR GREINAR: ÓÁBYRGT AÐ KANNA EKKI HVASSAHRAUN – VERÐUR HVASSAHRAUNSFLUGVÖLLUR „ICE“?ENGIN RÖK FYRIR ÞVÍ AÐ BYGGJA GRÓÐURHÚS Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI

Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …