Samfélagsmiðlar

Hvassahraunsflugvöllur ekki skynsamlegur að mati forstjóra WOW

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, telur það skelfilega fjárfestingu að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni.

reykjavikurflugvollur isavia

Athuganir á nýju flughafnarstæði við Hvassahraun munu hefjast á næstunni á vegum Icelandair. Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, telur það skelfilega fjárfestingu að byggja nýjan flugvöll skammt frá þeim sem fyrir er.
Tilraunaflug á vegum Icelandair hefst á næstunni við Hvassahraun og er tilgangurinn að kanna möguleikann á að reisa þar innanlandsflugvöll sem gæti einnig þjónustað millilandaflug samkvæmt frétt Fréttatímans. Í blaðinu er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group, að fyrirtækið hafi lagt töluvert fé í að kanna þennan möguleika enda liggi það fyrir að Reykjavíkurflugvöllur sé að fara úr Vatnsmýrinni.

Hefur enga trú á að Icelandair fari þessa leið

Ef millilandaflug Icelandair myndi færast yfir í Hvassahraun er ljóst að þrengslin sem eru á Keflavíkurflugvelli í dag myndu heyra sögunni til því Icelandair stendur undir nærri sex af hverjum 10 ferðum til og frá flugvellinum. Forstjóri og eigandi WOW, Skúli Mogensen, er hins vegar ekki sannfærður um þessar þreifingar Icelandair í Hvassahrauni. „Ég skil ekki þessa umræðu og tel hana á villigötum enda liggur fyrir mjög gott „Masterplan” um stækkun Keflavíkurflugvallar,” segir Skúli í svari til Túrista. „Það að ætla að byggja annan alþjóðlegan flugvöll, bókstaflega í bakgarði Keflavíkurflugvallar, á sama tíma og verið er að meira en tvöfalda flutningsgetuna þar getur ekki verið skynsamlegt. Mér vitandi eru engin flugfélög, alla vega í hinum vestræna heimi, sem byggja og reka eigin flugvelli og hef ég enga trú á að Icelandair ætli að fara þá leið enda væri það skelfileg fjárfesting að reisa annan flugvöll við hliðina á þeim sem fyrir er,” bætir Skúli við.

Stækkunin mikilvæg

Samkvæmt áformum sem forsvarsmenn Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar, kynntu nýverið stendur til að stækka Flugstöð Leifs Eiríkssonar verulega á næstu árum. Skúli ítrekar að mikilvægt sé að það verkefni komist á fullt. „Það á að vera eitt helsta forgangsverkefni ríkisins að tryggja að sú áætlun standist enda gríðarlegir hagsmunir fyrir ríkið og okkur öll að tryggja áframhaldandi stækkun Keflavíkurflugvallar. Ferðaþjónustan er orðin langstærsta tekjulind þjóðarinnar og við sjáum öll hvað innviðirnir eru orðnir veikir. Við megum engan tíma missa í að hrinda þeim framkvæmdum af stað af fullum krafti og tryggja aukna flutningsgetu og betri aðstöðu til að geta þjónustað farþega og áhafnir sem allra best.”

„WOW terminal” kæmi hins vegar til greina

Fyrr á þessu ári sagði Skúli Mogensen að þrengslin á Keflavíkurflugvelli takmörkuðu vöxt WOW air og hugsanlega yrði félagið að flytja hluta af starfsemi sinni annað til að nýta öll þau tækifæri sem liggja í loftinu. Aðspurður segir hann þó að eigin flugstöð sé ekki lausn á þeirri stöðu en hins vegar kæmi til greina að WOW myndi reisa eigin farþegabyggingu við Keflavíkurflugvöll. „WOW hefur mikinn áhuga á því að byggja eigin „terminal” á núverandi flugvallarsvæði. Það er alþekkt fyrirkomulag og eitthvað sem við hefðum áhuga á að skoða og ég hef áður nefnt.”
TENGDAR GREINAR: ÓÁBYRGT AÐ KANNA EKKI HVASSAHRAUN – VERÐUR HVASSAHRAUNSFLUGVÖLLUR „ICE“?ENGIN RÖK FYRIR ÞVÍ AÐ BYGGJA GRÓÐURHÚS Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …