Samfélagsmiðlar

Hvassahraunsflugvöllur ekki skynsamlegur að mati forstjóra WOW

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, telur það skelfilega fjárfestingu að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni.

reykjavikurflugvollur isavia

Athuganir á nýju flughafnarstæði við Hvassahraun munu hefjast á næstunni á vegum Icelandair. Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, telur það skelfilega fjárfestingu að byggja nýjan flugvöll skammt frá þeim sem fyrir er.
Tilraunaflug á vegum Icelandair hefst á næstunni við Hvassahraun og er tilgangurinn að kanna möguleikann á að reisa þar innanlandsflugvöll sem gæti einnig þjónustað millilandaflug samkvæmt frétt Fréttatímans. Í blaðinu er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group, að fyrirtækið hafi lagt töluvert fé í að kanna þennan möguleika enda liggi það fyrir að Reykjavíkurflugvöllur sé að fara úr Vatnsmýrinni.

Hefur enga trú á að Icelandair fari þessa leið

Ef millilandaflug Icelandair myndi færast yfir í Hvassahraun er ljóst að þrengslin sem eru á Keflavíkurflugvelli í dag myndu heyra sögunni til því Icelandair stendur undir nærri sex af hverjum 10 ferðum til og frá flugvellinum. Forstjóri og eigandi WOW, Skúli Mogensen, er hins vegar ekki sannfærður um þessar þreifingar Icelandair í Hvassahrauni. „Ég skil ekki þessa umræðu og tel hana á villigötum enda liggur fyrir mjög gott „Masterplan” um stækkun Keflavíkurflugvallar,” segir Skúli í svari til Túrista. „Það að ætla að byggja annan alþjóðlegan flugvöll, bókstaflega í bakgarði Keflavíkurflugvallar, á sama tíma og verið er að meira en tvöfalda flutningsgetuna þar getur ekki verið skynsamlegt. Mér vitandi eru engin flugfélög, alla vega í hinum vestræna heimi, sem byggja og reka eigin flugvelli og hef ég enga trú á að Icelandair ætli að fara þá leið enda væri það skelfileg fjárfesting að reisa annan flugvöll við hliðina á þeim sem fyrir er,” bætir Skúli við.

Stækkunin mikilvæg

Samkvæmt áformum sem forsvarsmenn Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar, kynntu nýverið stendur til að stækka Flugstöð Leifs Eiríkssonar verulega á næstu árum. Skúli ítrekar að mikilvægt sé að það verkefni komist á fullt. „Það á að vera eitt helsta forgangsverkefni ríkisins að tryggja að sú áætlun standist enda gríðarlegir hagsmunir fyrir ríkið og okkur öll að tryggja áframhaldandi stækkun Keflavíkurflugvallar. Ferðaþjónustan er orðin langstærsta tekjulind þjóðarinnar og við sjáum öll hvað innviðirnir eru orðnir veikir. Við megum engan tíma missa í að hrinda þeim framkvæmdum af stað af fullum krafti og tryggja aukna flutningsgetu og betri aðstöðu til að geta þjónustað farþega og áhafnir sem allra best.”

„WOW terminal” kæmi hins vegar til greina

Fyrr á þessu ári sagði Skúli Mogensen að þrengslin á Keflavíkurflugvelli takmörkuðu vöxt WOW air og hugsanlega yrði félagið að flytja hluta af starfsemi sinni annað til að nýta öll þau tækifæri sem liggja í loftinu. Aðspurður segir hann þó að eigin flugstöð sé ekki lausn á þeirri stöðu en hins vegar kæmi til greina að WOW myndi reisa eigin farþegabyggingu við Keflavíkurflugvöll. „WOW hefur mikinn áhuga á því að byggja eigin „terminal” á núverandi flugvallarsvæði. Það er alþekkt fyrirkomulag og eitthvað sem við hefðum áhuga á að skoða og ég hef áður nefnt.”
TENGDAR GREINAR: ÓÁBYRGT AÐ KANNA EKKI HVASSAHRAUN – VERÐUR HVASSAHRAUNSFLUGVÖLLUR „ICE“?ENGIN RÖK FYRIR ÞVÍ AÐ BYGGJA GRÓÐURHÚS Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …