Þeir 10 mánuðir sem Íslendingar hafa ferðast mest til útlanda

kef innritun

Í júní féll níu ára gamalt met í fjöldi íslenskra farþega á Keflavíkurflugvelli. Níu ára gamalt met í fjölda íslenskra farþega á Keflavíkurflugvelli féll í síðasta mánuði.
Það fór ekki framhjá nokkrum manni að í júní áttu sér stað einskonar landflutningar frá Íslandi til Frakklands. Tugir þúsunda Íslendinga fengu þá úthlutaða miða á leiki íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og boðið var upp á fjölda aukaferða til frönsku borganna þar sem leikirnar fóru fram. Það þarf því ekki að koma á óvart að met var sett í utanferðum Íslendinga í síðasta mánuði en þá flugu samtals 67.075 íslenskir farþegar frá Keflavíkurflugvelli. Metið frá því í júní árið 2007 var því slegið með veglegum hætti en þá fóru 54.799 Íslendingar úr landi samkvæmt talningum Ferðamálastofu. 
Þessir tveir júnímánuði eru í nokkrum sérflokki þegar kemur að utanlandsferðum Íslendinga eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan en þar má sjá þá tíu mánuði þar sem ferðagleði Íslendinga hefur verið mest. En talningar Ferðamálastofu ná aftur til ársins 2004.