Miklu færri Íslendingar til Vínar

vin2

Verulegur samdráttur varð í heimsóknum íslenskra ferðamanna til höfuðborgar Austurríkis á fyrri helmingi ársins. Verulegur samdráttur varð í heimsóknum íslenskra ferðamanna til höfuðborgar Austurríkis á fyrri helmingi ársins. 
Flugsamgöngur milli Íslands og Austurríkis eru af skornum skammti og til Vínarborgar er aðeins hægt að komast beint í næturflugi nokkrum sinnum í viku yfir hásumarið. Það eru flugfélögin FlyNiki og Austrian sem bjóða upp á þessar fáu ferðir. Vín hefur hins vegar ekki komist á kortið hjá íslensku flugfélögunum en WOW flýgur reyndar til Salzburg yfir skíðatímabilið. Í ljósi lélegra samgagna þarf því ekki að koma á óvart að íslenskir gestir eru fátíðir í Vínarborg og samkvæmt nýjum tölum ferðamálaráðs borgarinnar þá innrituðu aðeins 1.226 Íslendingar inn á hótel borgarinnar á fyrri helmingi ársins. Þeir voru hins vegar um þriðjungi fleiri á sama tíma í fyrra.

Dveljum samt lengst

Að jafnaði gista evrópskir hótelgestir í Vínarborg í 2 nætur en meðaldvöl Íslendinga þar í borg er hins vegar 3,06 nætur sem er meira en gerist og gengur meðal annarra Evrópuþjóða. Og reyndar er meðaltalið undir þremur nóttum hjá þeim þjóðum sem taldar eru upp í tölum ferðamálaráðs Vínarborgar. En á sama tíma og Íslendingar draga úr heimsóknum sínum til Vínar þá hefur austurrískum hótelgestum hér á landi fjölga umtalsvert eða um 62 prósent, fyrstu fimm mánuði ársins.