Samfélagsmiðlar

Óábyrgt að kanna ekki Hvassahraun

Forstjóri Icelandair Group segir fyrirtækið ekki geta annað en kannað nýjar staðsetningar fyrir innanlandsflugið enda liggi fyrir vilji borgaryfirvalda að flytja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýri.

flugtak 860 a

„Það er afar mikilvægt að ekki komi hik í þá uppbyggingu sem nú á sér stað í Keflavík og að ekki komi rask á þjónustuna sem þar er veitt. Það er mikilvægast núna,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, aðspurður um hvort athuganir Icelandair á flugvallarstæði við Hvassahraun setji áform um uppbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar úr skorðum. Björgólfur tekur þar með undir þá skoðun Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, að nauðsynlegt sé að halda áfram að vinna að langtímauppbyggingu Keflavíkurflugvallar sem kynnt var fyrr á árinu. En líkt og Túristi greindi frá í morgun þá hefur forstjóri WOW uppi efasemdir um þreifingar Icelandair við Hvassahraun.

Unnið út frá skýrslu Rögnunefndarinnar

Ástæðan þess að forsvarsmenn Icelandair vilja kanna hvort Hvassahraun gangi sem flugvallarstæði er sú að í skýrslu Rögnunefndarinnar svokölluðu, sem Icelandair Group átti aðild að, kemur fram að flugvallarskilyrði við Hvassahraun verði fullkönnuð með nauðsynlegum rannsóknum. Björgólfur segir að prófanir muni hefjast í haust þegar veður hentar og lægðir koma upp að landinu og mun verkefnið standa yfir í einhverja mánuði. Hann segir hins vegar of snemmt að segja til um hver kostnaður við nýja flughöfn við Hvassahraun kynni að verða eða hver framkvæmdastíminn yrði.

Meirihlutinn vill flugvöllinn burtu

Björgólfur hefur haldið því fram á opinberum vettvangi undanfarið að Reykjavíkurflugvöllur sé á leið úr Vatnsmýrinni. En í hvað er hann að vísa þar? „Meirihluti borgarstjórnar í Reykjavík er að minnsta kosti með þá afstöðu að Reykjavíkurflugvöllur eigi að fara. Annars værum við ekki að skoða annan valkost. Það væri óábyrgt af fyrirtæki í okkar stöðu að gera það ekki. Það er hins vegar alveg skýrt í mínum huga að starfsemin heldur áfram á Reykjavíkurflugvelli á meðan ekkert liggur fyrir um aðra staðsetningu fyrir innanlandsflugið í samræmi við niðurstöður Rögnunefndarinnar. Þú afleggur ekki Reykjavíkurflugvöll nema hafa skýran valkost um innanlandsflug á Reykjavíkursvæðinu, og það liggja ekki fyrir niðurstöður um hvort það er yfirhöfuð mögulegt að byggja flugvöll í Hvassahrauni.“
TENGDAR GREINAR: VERÐUR HVASSAHRAUNSFLUGVÖLLUR „ICE“?ENGIN RÖK FYRIR ÞVÍ AÐ BYGGJA GRÓÐURHÚS Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …