Sigur rós fær aukin stuðning í Stokkhólmi

sigur ros

Í lok mánaðar verður Sigur rós aðalnúmerið á stórri tónleikahátið í Stokkhólmi. Skoska hljómsveitin Mogwai var að bætast við dagskrána. Í lok mánaðar verður Sigur rós aðalnúmerið á stórri tónleikahátið í Stokkhólmi. Skoska hljómsveitin Mogwai var að bætast við dagskrána.
Tónleikahátíð Stockholm Music&Arts fer árlega fram á hinum fallega Skeppsholmen í miðborg sænsku höfuðborgarinnar. Á dagskránni eru vanalega heimsþekktir listamenn sem oftar en ekki hafa verið í bransanum um nokkuð langt skeið. Íslenska hljómsveitin Sigur rós uppfyllir þau skilyrði leikandi enda hefur hún verið starfandi í nærri tvo áratugi og fyllt tónleikasali út um víða veröld alla þessa öld. Og laugardaginn 30. júlí verður Sigur rós aðalnúmerið á þessari sænsku tónlistarhátið sem fer fram síðustu helgina í júlí. Sama dag mun einnig John Grant spila og svo var hljómsveitin Mogwai frá Skotlandi að bætast við listann. Meðal annarra listamanna sem koma fram á Stockholm Music&Arts eru Rufus Wainwright, Ms Lauryn Hill, Cat Power, Kraftwerk, Air og Joan Baez. Meðlimir Sigur rósar verða þó ekki einu Íslendingarnar sem stiga á svið í Stokkhólmi því John Grant ásamt hálfíslenskri hljómsveit sinni er á dagskrá á sunnudag. Aðgöngumiði á alla daga hátíðarinnar kostar 1650 sænskar (23.400 kr) en dagspassi er á um 10.600 íslenskar.
Áhugasamir geta bókað beint flug til Stokkhólms með Icelandair og WOW air en vélar þess síðarnefnda lenda reyndar í Västerås sem er um 100 kílómetrum frá miðbæ höfuðborgarinnar. Samkvæmt athugun Túrista kostar ódýrasta farið með Icelandair, dagana í kringum hátíðina, um 55 þúsund með Icelandair en 26 þúsund með WOW en þar þarf að borga fyrir farangur.

Yfir sumarið og um helgar býður Arlanda Express ódýrari miða milli Arlanda flugvallar og Stokkhólms. Sjá hér.