Tilmæli til bandarískra ferðamanna á Íslandi

erlendir ferdamenn

Það er þrennt sem bandarísk yfirvöld biðja þegna sína um að hafa í huga þegar þeir dvelja hér á landi.
Á heimasíðum utanríkisráðuneyta eru alla jafna að finna lista yfir þau lönd og svæði sem þegnarnir eru varaðir við að heimsækja. Blessunarlega er Ísland ekki hluti af þess háttar upptalningum en á vef bandaríska utanríkisráðuneytisins eru hins vegar ýmsar hagnýtar upplýsingar varðandi Íslandsdvöld. Þar er meðal annars fjallað um vegabréfaáritanir og bólusetningar en líka heilbrigðis- og samgöngumál. Er bandarískum bílstjórum til að mynda bent á að vetrarakstur um Ísland geti verið krefjandi og einnig er útskýrt hvað vegamerkingin „Einbreið brú” þýði.
Tekið er fram að glæpatíðni á Íslandi er lág og heilbrigð skynsemi ætti að tryggja árekstralausa dvöl. Það er samt þrennt sem bandarískir ferðamenn eru sérstaklega beðnir um að hafa í huga þegar þeir skoða Ísland. Og eins og sjá má hér fyrir neðan þá er tilmælunum aðallega beint að þeim sem ætla að mála bæinn rauðan.

3 ráðleggingar bandarískra utanríkisráðuneytisins vegna Íslandsferða:

1. Ekki setja töskur með verðmætum, til dæmis vegabréfum, á gólfið á börum og næturklúbbum.

2. Ekki skilja verðmæti eftir í bílum, jafnvel þó ökutækinu sé læst

3. Athugið að miðborg Reykjavíkur getur orðið róstursöm síðla nætur og í morgunsárið þegar bargestir halda heim.