Vinsælustu ferðamannastaðirnir í Danmörku

tivoli taeki

Þeir 10 staðir sem flestir heimsóttu í Danmörku.
Þrátt fyrir að framboð á flugi frá Íslandi aukist hratt þá var Kaupmannahöfn sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Vissulega eru það ekki bara íslenskir farþegar sem sitja í þessum vélum en þessar miklu flugsamgöngur sýna hins vegar vel hversu sterkt tengsl þjóðanna eru. Í Danmörku búa líka þúsundir Íslendinga og íslenskir ferðamenn eru þar miklu fleiri en til að mynda í Noregi og Svíþjóð. Það er því ekki ólíklegt að ófáir Íslendingar hafi farið í tækin í Tívolí í Kaupmannahöfn í fyrra, kynnt sér listina á Louisiana safninu, farið upp í Rundetårn eða kubbað í Legolandi. En allir þessir staðir eru á lista yfir vinsælustu áfangastaði ferðamanna í Danmörku eins og sjá má hér fyrir neðan.

Vinsælustu ferðamannastaðir Danmerkur árið 2015

1. Tívolí, 4,7 milljónir gesta
2. Dyrehavsbakken við Kaupmannahöfn, 2,7 milljónir gesta
3. Legoland við Billund, 1,7 milljónir gesta
4. Dýragarðurinn í Kaupmannahöfn, 1,1 milljónir gesta
5. Djur Sommerland skemmtigarðurinn á A-Jótlandi, 800 þúsund gestir
6. Louisiana listasafnið á N-Sjálandi, 725 þúsund gestir 
7. Lalandia skemmtigarður í Billund, 636 þúsund gestir
8. Den Blå Planet, sjávardýrasafn í Kaupmannahöfn, 603 þúsund gestir
9. Faarup Sommerland á N-Jótlandi, 588 þúsund gestir.
10. Rundetårn í Kaupmannahöfn, 580 þúsund gestir
Samkvæmt frétt Standby.dk fjölgaði gestum mest í Djurs Sommerland eða um 14 prósent en samdrátturinn var mestur í hinu nýja sjávardýrasafni í Kaupmannahöfn.