Þangað geturðu flogið beint í vetur

vetur borgir 2016

Til þessara erlendu áfangastaða verður flogið beint í vetur frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Til þessara erlendu áfangastaða verður flogið beint í vetur frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli.
Áætlunarflug til tuttugu og níu evrópskra borga og fimmtán amerískra er á dagskrá flugfélaganna hér á landi í vetur. Af þeim eru níu borgir sem hafa ekki áður verið hluti af vetraráætlun Keflavíkurflugvallar. Það er skoska borgin Aberdeen, höfuðborgir Ungverjalands, Spánar og Litháen, Dusseldorf í Þýskalandi, bandarísku stórborgirnar Chicago, Los Angeles og San Francisco og Montreal í Kanada. Núna verður einnig flogið allan veturinn til Barcelona en síðustu ár hafa verið á boðstólum stakar ferðir til þessarar vinsælu ferðamannaborgar yfir vetrarmánuðina. Hér fyrir neðan má sjá til hvaða borga verður flogið reglulega frá Keflavíkurflugvelli frá lokum október og fram lok mars.
Túristi mælir með flugleit Momondo fyrir þá sem vilja bera saman fargjöld eftir flugfélögum og dagsetningum.