Bestu flugfélögin á Keflavíkurflugvelli að mati notenda Tripadvisor

Á hinum vinsælda ferðavef Tripadvisor leggur fólk ekki bara mat á hótel og veitingastaði heldur einnig flugfélög. Hér sérðu einkunn allra þeirra flugfélaga sem fljúga til og frá Íslandi nú í sumar.

kef icelandair wow

Því er stundum haldið fram að meðaleinkunn gististaða á Tripadvisor hafi meira vægi en hótelstjörnurnar sjálfar og það eru sennilega ófáir hótelstjórar sem krossleggja fingur áður en þeir lesa nýjustu dómana um gistihúsin sín á Tripadvisor. Vægi þessarar geysivinsælu vefsíðu er því mörgum þyrnir í augum og margsinnis hefur verið bent á að sumir ferðalangar hóta slæmri umsögn á Tripadvisor ef hótelstarfsmenn verða ekki við beiðni þeirra um hitt og þetta sem kannski var ekki innifalið í bókuninni.
Nú reyna forsvarsmenn Tripadvisor að fá fleiri inn notendur til að leggja líka dóm á flugfélögin sem þeir hafa flogið með og nú eru að finna hundruðir og jafnvel þúsundir umsagna um flest þau flugfélög sem fljúga til og frá Íslandi um þessar mundir. Eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan eru það Air Greenland og Austrian sem eru með hæstu einkunnina af flugfélögunum á Keflavíkurflugvelli eða 4.5 af 5 mögulegum. Bróðurpartur félaganna er með meðaleinkunnina 4 eða 3.5 en Vueling og WOW eru í neðst á lista með 3. Vægi Tripadvisor í fluginu verður þó sennilega aldrei jafn mikið og í hótelgeiranum þar sem valkostir flugfarþega eru oftast frekar fáir.