Deilur um þriðju flugbrautina í Kaupmannahöfn

cph terminal

Skiptar skoðanir um breytingar á flughöfnum einskorðast ekki bara við Ísland líkt og rakið er í áhugaverðri grein Kjarnans.
Tónninn í hinni eilífu deilu um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar hefur hækkað töluvert síðustu vikur eftir að einni af brautum flugvallarins var lokað og í kjölfarið seldi ríkið borginni landsvæðið sem brautin er á. Þetta þykir stuðningsmönnum flugvallarstæðisins í Vatnsmýri slæm þróun en þeir sem vilja flugvöllinn burt hafa hins vegar fagnað þessari atburðarás. Og brátt hefur Icelandair Group svo athuganir á nýju flugvallarstæði við Hvassahraun enda segir forstjóri félagsins það vera óábyrgt að kanna ekki aðrar staðsetningar fyrir innanlandsflug þar sem vilji borgaryfirvalda varðandi Vatnsmýrina liggi fyrir. Framtíð flugvallarins í Vatnsmýri gæti því skýrst á næstu misserum.
Það er hins vegar ekki bara hér á landi þar sem breytingar á flughöfnum skipta fólki í tvo hópa. Það sést til að mynda á umræðunni í Danmörku en nýverið kynntu forsvarsmenn Kaupmannahafnarflugvallar tillögur um lokun einnar af þremur brautum vallarins og þessum áformum hafa stjórnendur flugfélagsins SAS og félög flugmanna mótmælt líkt og fjallað er um í góðri grein Borgþórs Arngrímssonar á Kjarnanum (smellið hér til að lesa).