Samfélagsmiðlar

Ferðamannastrauminn sendur á þá óskráðu og ólöglegu

clive turisti is

Clive Stacey hefur skipulagt Íslandsferðir í 44 ár og er ennþá mjög stórtækur á því sviði. Hann er hins vegar ekki ánægður með stöðu íslensku ferðaþjónustunnar í dag. Clive Stacey hefur skipulagt Íslandsferðir í 44 ár og er ennþá mjög stórtækur á því sviði. Hann er hins vegar ekki ánægður með stöðu íslensku ferðaþjónustunnar í dag.
Undanfarið hefur viðtal sem Túristi tók við Clive Stacey, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Discover the World, síðastliðið sumar farið víða á Facebook. Þar fullyrti hann m.a. að ferðaþjónustan, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, einkenndist af massatúrisma þar sem ferðafólk væri afvegaleitt og seldar ferðir sem stæðu ekki undir væntingum. Vegna hinnar miklu athygli sem þetta ársgamla hefur fengið síðustu vikur þá liggur beint við að spyrja Stacey hvort honum þyki ástandið hafa batnað frá því í fyrra? „Ég myndi segja að mannmergð við vinsælustu ferðamannastaðina sé ennþá meira vandamál í dag en fyrir ári síðan. Hvort að þeir sem halda um stjórntaumana, hverjir sem það nú eru, hafi gert eitthvað í málunum er erfitt að segja en við fáum fleiri kvartanir varðandi þetta atriði núna en áður. Það á líka við um Flugstöð Leifs Eiríkssonar en þar eru greinilega alltof margir farþegar samankomnir á nokkrum dagspörtum, en hvort það sé óhóflegt, miðað við alla flugumferðina, er erfitt að segja.”

Landið hefur fengið þá athygli sem það á skilið

„Ég hóf að skipuleggja ferðir til Íslands árið 1972 og hef einbeitt mér að íslenskri ferðaþjónustu allar götur síðan og stofnaði mína eigin ferðaskrifstofu árið 1984 sem er núna stærsti einstaki ferðaskipuleggjandi Íslandsferða í öllum heiminum. Þó ég sé mjög ánægður með að Ísland njóti nú verðskuldaðrar athygli sem mikilfenglegur áfangastaður þá hef ég miklar áhyggjur af stefnuleysi í hvernig á að gera gestum kleift að upplifa til hins ýtrasta alls þess einstaka sem landið hefur upp á að bjóða. Ef þú vilt að ferðafólk njóti fyrstu og síðustu kynna sinna af landinu þá verður að bjóða upp á flughöfn sem getur tekið á móti öllum fjöldanum. Ef þú vilt að fólk meti helsti ferðamannastaði landsins þá verður að hafa stjórn á þeim fjölda sem þangað kemur. Og ef þú lofar fólki víðáttu þá máttu ekki bara leyfa þúsundum manna að streyma inn á viðkvæm svæði sem þola ekki svona mikinn ágang. Með öðrum orðum þá verður að setja reglur til að vernda þessi verðmæti og hið verðmæta vörumerki Iceland,” segir Stacey og bæti því við að mikið hafi verið rætt um hvernig eigi að taka á ferðamannastraumnum en lítið hafi verið gert að hans mati. „Ríkisstjórn Íslands verður að ráðast í aðgerðir og vinna með öllu hagsmunaaðilum í að búa til almennilegt skipulag sem gerir ferðafólki mögulegt að njóta íslenskrar náttúru og þéttbýlis án þess þó að skerða lífsgæði íbúanna sjálfra.“

Tækifærissinnarnir hagnast

Í fyrra varstu á þeirri skoðun að fyrir breska ferðamenn væru lág flugfargjöld orðin eitt aðal adráttaraflið við Ísland og samkvæmt nýrri könnun einnar stærstu flugbókunarsíðu heims þá lækkuðu farmiðar milli Íslands og Bretlands um helming í vor og sumar. Hver er skýringin á lækkandi farmiðaverði að þínu mati? „Það eru svo mörg flugfélög að fljúga til Íslands að þau verða að lækka fargjöldin til að fylla vélarnar. Á sama tíma eru hótelin fullbókuð mestan hluta ársins og því verður fólk að notast við Airbnb sem gerir búsetu í miðborg Reykjavíkur dýrari fyrir íbúana. Og bílaleigufyrirtækin hagnast varla því það eru svo margir aðilar sem starfa ólöglega á þeim markaði og sambærileg staða virðist vera á mörgum öðrum sviðum í íslenskri ferðaþjónustu. Eins og ég les í stöðuna þá er stórum hluta af þessari viðbótartraffík til Íslands eiginlega troðið inn á þessar óskráðu þjónustur sem engar reglur gilda um. Þetta gagnast ekki neinum nema tækifærissinnunum sem venjulega þéna mest, en með litlum ábata, vegna þess að gestirnir eru féflettir og á sama tíma fær íslensk ferðaþjónusta á sig slæmt orð. Ég átta mig á að þetta eru stór orð en ég tel mjög mikilvægt að það verði komið á skipulagi til að takast á við þetta mikla innstreymi án þess þó að eyðileggja helstu ástæður þess að fólk elskar að koma til Íslands.”

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …