Samfélagsmiðlar

Ferðamannastrauminn sendur á þá óskráðu og ólöglegu

clive turisti is

Clive Stacey hefur skipulagt Íslandsferðir í 44 ár og er ennþá mjög stórtækur á því sviði. Hann er hins vegar ekki ánægður með stöðu íslensku ferðaþjónustunnar í dag. Clive Stacey hefur skipulagt Íslandsferðir í 44 ár og er ennþá mjög stórtækur á því sviði. Hann er hins vegar ekki ánægður með stöðu íslensku ferðaþjónustunnar í dag.
Undanfarið hefur viðtal sem Túristi tók við Clive Stacey, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Discover the World, síðastliðið sumar farið víða á Facebook. Þar fullyrti hann m.a. að ferðaþjónustan, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, einkenndist af massatúrisma þar sem ferðafólk væri afvegaleitt og seldar ferðir sem stæðu ekki undir væntingum. Vegna hinnar miklu athygli sem þetta ársgamla hefur fengið síðustu vikur þá liggur beint við að spyrja Stacey hvort honum þyki ástandið hafa batnað frá því í fyrra? „Ég myndi segja að mannmergð við vinsælustu ferðamannastaðina sé ennþá meira vandamál í dag en fyrir ári síðan. Hvort að þeir sem halda um stjórntaumana, hverjir sem það nú eru, hafi gert eitthvað í málunum er erfitt að segja en við fáum fleiri kvartanir varðandi þetta atriði núna en áður. Það á líka við um Flugstöð Leifs Eiríkssonar en þar eru greinilega alltof margir farþegar samankomnir á nokkrum dagspörtum, en hvort það sé óhóflegt, miðað við alla flugumferðina, er erfitt að segja.”

Landið hefur fengið þá athygli sem það á skilið

„Ég hóf að skipuleggja ferðir til Íslands árið 1972 og hef einbeitt mér að íslenskri ferðaþjónustu allar götur síðan og stofnaði mína eigin ferðaskrifstofu árið 1984 sem er núna stærsti einstaki ferðaskipuleggjandi Íslandsferða í öllum heiminum. Þó ég sé mjög ánægður með að Ísland njóti nú verðskuldaðrar athygli sem mikilfenglegur áfangastaður þá hef ég miklar áhyggjur af stefnuleysi í hvernig á að gera gestum kleift að upplifa til hins ýtrasta alls þess einstaka sem landið hefur upp á að bjóða. Ef þú vilt að ferðafólk njóti fyrstu og síðustu kynna sinna af landinu þá verður að bjóða upp á flughöfn sem getur tekið á móti öllum fjöldanum. Ef þú vilt að fólk meti helsti ferðamannastaði landsins þá verður að hafa stjórn á þeim fjölda sem þangað kemur. Og ef þú lofar fólki víðáttu þá máttu ekki bara leyfa þúsundum manna að streyma inn á viðkvæm svæði sem þola ekki svona mikinn ágang. Með öðrum orðum þá verður að setja reglur til að vernda þessi verðmæti og hið verðmæta vörumerki Iceland,” segir Stacey og bæti því við að mikið hafi verið rætt um hvernig eigi að taka á ferðamannastraumnum en lítið hafi verið gert að hans mati. „Ríkisstjórn Íslands verður að ráðast í aðgerðir og vinna með öllu hagsmunaaðilum í að búa til almennilegt skipulag sem gerir ferðafólki mögulegt að njóta íslenskrar náttúru og þéttbýlis án þess þó að skerða lífsgæði íbúanna sjálfra.“

Tækifærissinnarnir hagnast

Í fyrra varstu á þeirri skoðun að fyrir breska ferðamenn væru lág flugfargjöld orðin eitt aðal adráttaraflið við Ísland og samkvæmt nýrri könnun einnar stærstu flugbókunarsíðu heims þá lækkuðu farmiðar milli Íslands og Bretlands um helming í vor og sumar. Hver er skýringin á lækkandi farmiðaverði að þínu mati? „Það eru svo mörg flugfélög að fljúga til Íslands að þau verða að lækka fargjöldin til að fylla vélarnar. Á sama tíma eru hótelin fullbókuð mestan hluta ársins og því verður fólk að notast við Airbnb sem gerir búsetu í miðborg Reykjavíkur dýrari fyrir íbúana. Og bílaleigufyrirtækin hagnast varla því það eru svo margir aðilar sem starfa ólöglega á þeim markaði og sambærileg staða virðist vera á mörgum öðrum sviðum í íslenskri ferðaþjónustu. Eins og ég les í stöðuna þá er stórum hluta af þessari viðbótartraffík til Íslands eiginlega troðið inn á þessar óskráðu þjónustur sem engar reglur gilda um. Þetta gagnast ekki neinum nema tækifærissinnunum sem venjulega þéna mest, en með litlum ábata, vegna þess að gestirnir eru féflettir og á sama tíma fær íslensk ferðaþjónusta á sig slæmt orð. Ég átta mig á að þetta eru stór orð en ég tel mjög mikilvægt að það verði komið á skipulagi til að takast á við þetta mikla innstreymi án þess þó að eyðileggja helstu ástæður þess að fólk elskar að koma til Íslands.”

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …