Finnair hefur Íslandsflug

Þjóðarflugfélag Finna mun hefja áætlunarflug til Íslands frá Helsinki á næsta ári og bjóða upp á hentugt tengiflug til Asíu.

finnair a

Þann 11. apríl mun þota á vegum Finnair halda í jómfrúarferð félagsins til Íslands og mun félagið bjóða upp á fjórar ferðir í viku til Keflavíkurflugvallar fram til loka október. Fram til þess hefur Icelandair verið eina flugfélagið á þessari flugleið en íslenska félagið nú allt árið um kring til Helsinki. Finnair og Icelandair hafa átt í samstarfi í þessu flugi og hafa ferðir Icleandair til að mynda verið sammerktar Finnair (Code share) og mun hið nýja áætlunarflug Finnair til Íslands ekki hafa áhrif á það samstarf samkvæmt upplýsingum frá Finnair.

Nýtt tengiflug til Asíu

Á meðan Icelandair, og nú WOW air, hafa einbeitt sér að því að bjóða upp á flug milli Evrópu og N-Ameríku hafa forsvarsmenn Finnair lagt áherslu á flug milli Evrópu og Austurlanda fjær, þ.e. Kína, Japan og S-Kóreu. Því á sama hátt og staðsetning Íslands hentar vel fyrir flug til vesturs þá flugtíminn frá Helsinki til Asíu oftast styttri en til að mynda frá London, París eða Frankfurt og norðurleiðin til Asíur frá N-Evrópu er sú stysta samkvæmt upplýsingum frá Finnair. Það er því líklegt að flug finnska félagsins muni styðja við áframhaldandi aukningu asískra ferðamanna til Íslands en Japan er í dag annar stærsti markaður Finnair á eftir heimamarkaðnum sjálfum.
Finnair flaug með rílfega 10 milljónir farþega á síðasta ári. Þar af voru tengifarþegar 45 prósent af fjöldanum en til samanburðar þá flaug Icelandair með um 3 milljónir farþega í fyrra og hlutfall skiptifarþega var 49 prósent.