Íslensku og útlendu flugfélögin með Íslandsflug á tilboði

Farþegar á Keflavíkurflugvelli hafa úr sífellt fleiri flugleiðum að velja og á mörgum þeirra er hægt að velja milli nokkurra flugfélaga. Farþegar á Keflavíkurflugvelli hafa úr sífellt fleiri flugleiðum að velja og á mörgum þeirra er hægt að velja á milli nokkurra flugfélaga. Akkúrat núna bjóðast ódýrir flugmiðar til fjöldamargra áfangastaða.
Í hádeginu hófst hraðtilboð Icelandair til 12 borga í Evrópu og Bandaríkjunum og WOW air sendi póst á netklúbb sinn fyrr í dag þar sem auglýst voru sérkjör á farmiðum til Ítalíu og á Spánarstrendur. Þeir sem hafa hugsað sér að fara út á næstu mánuðum geta því líklega fundið nokkru ódýrari farmiða með þessum flugfélögum í dag en í gær.
Sú tíð er hins vegar liðin að aðeins innlend flugfélög sem haldi uppi samgöngum milli Íslands og útlanda yfir vetrarmánuðina og til að mynda munu vélar SAS fljúga daglega hingað frá bæði Kaupmannahöfn og Ósló. Í morgun hófst einmitt útsala hjá SAS þar sem finna má miða, aðra leiðina, á tæpar 10 þúsund krónur til þessara tveggja höfuðborga frá Íslandi og svipuð fargjöld eru að finna í flug Transavia milli Orly flugvallar í París og Íslands í september og október.

London á lægra verði

Líkt og Túristi greindi frá í síðustu viku þá eru fargjöldin til London mjög lág um þessar mundir og sérstaklega hjá Norwegian en félagið hóf sölu í flug sitt hingað frá Gatwick í síðustu viku og . Og þeir sem geta hugsað sér að halda til Barcelona í vetur komast þangað með Vueling á um 13 þúsund krónur og farið heim kostar álíka mikið. Til Sviss má svo komast með easyJet í haust og aftur í febrúar fyrir lítið en fargjöldin eru mjög mismunandi, allt frá 4 þúsund og upp í 40 þúsund, aðra leið.

Borgar sig að vera sveigjanlegur

Þar sem nokkur flugfélög fljúga á sumum flugleiðum þá getur verið fýsilegt að fljúga út með einu félagi og heim með öðru. Eins getur muna miklu á milli daga og það er því ekki alltaf einfalt að finna hagstæðustu samsetninguna. Leitarvél Momondo er ljómandi góð til að fá heildarmyndina og mælir Túristi með henni fyrir þá sem vilja bera saman verð á milli félaga og dagsetninga.