Flugvélar norrænu flugfélaganna vel nýttar í júlí

icelandair 767 757

Icelandair hefur aldrei áður flogið með eins marga farþegar og vélar SAS, Norwegian og Finnair voru líka þéttsetnar í síðasta mánuði. Icelandair hefur aldrei áður flogið með eins marga farþegar og vélar SAS og Finnair voru líka þéttsetnar í síðasta mánuði.
Flugvélarnar sem fljúga til og frá Norðurlöndum voru þéttsetnar í síðasta mánuði og til að mynda seldi SAS, stærsta norræna flugfélagið, 89,4 prósent allra sæta um borð í sínum vélum og hefur hlutfallið aldrei áður verið svona hátt. Hjá Finnair var sætanýtingin 88,4 prósent sem er sömuleiðis framför frá sama tíma í fyrra og með því allra hæsta sem mælst hefur. Hins vegar lækkaði nýtingin hjá Icelandair úr 88,9 prósentum niður í 87,7 prósent en þar sem félagið hefur aukið verulega við framboð sitt milli ára þá fjölgaði farþegum í júlí um nærri fimmtung og voru þeir 491 þúsund samtals. Hjá SAS voru farþegafjöldinn 2,7 milljónir og rétt rúmlega milljón sátu um borð í vélum Finnair.

Stærsta félagið í júlí

Þó SAS sé stærsta flugfélagið á Norðurlöndum þá flugu 200 þúsund fleiri farþegar með hinu norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian í júlí en með SAS eða rúmlega 2,9 milljónir. Voru 94,6 prósent sætanna bókuð í vélum norska flugfélagsins en umsvif félagsins eru hins vegar ekki lengur bundin við flug til og frá Norðurlöndunum því Norwegian býður nú einnig upp á flug til Bandaríkjanna frá London og París.
Hlutabréf flugfélaganna fjögurra eru skráð í kauphallir og því verða forsvarsmenn fyrirtækjanna að birta mánaðarlegar tölur um fjölda farþega, sætanýtingu og fleira. WOW air er hins vegar ekki á markaði en þrátt fyrir það hefur félagið birt sambærilegar tölur í hverjum mánuði og mun væntanlega gera slíkt fyrir júlí á næstu dögum.