Ísland á toppnum fyrir lúxusferðamennsku

Mynd: Sigurjón Ragnar/sr-photos.com

Atvinnufólk í skipulagninu ferðalaga fyrir þá efnuðu segir Ísland vera vinsælasta áfangastaðinn hjá þeim sem vilja blöndu af ævintýrum og lúxus í utanlandsferðinni. Atvinnufólk í skipulagninu ferðalaga fyrir þá efnuðu segir Ísland vera vinsælasta áfangastaðinn hjá þeim sem vilja blöndu af ævintýrum og lúxus í utanlandsferðinni.
Það berast reglulega fréttir af ríkum ferðalöngum hér á landi sem bókað hafa glæsilegustu gistinguna og keypt dýrustu skoðunarferðirnar. Og þessi hópur ferðamanna á líklega eftir að stækka töluvert ef marka má niðurstöður könnunar meðal bandarísks fagfólks í skipulagningu lúxusferðalaga. Ísland er nefnilega sá áfangastaður sem þetta fólk segir viðskiptavini sína helst vilja ferðast til þegar það vill komast á ævintýralegar slóðir en þó ferðast um með stæl samkvæmt frétt Forbes.
Á eftir Íslandi á þessum lúxuslista eru Galapagos eyjar og þriðja sætinu deila Kosta Ríka og Patagonia í Chile. Þar á eftir koma Nýja-Sjáland, Perú og Kúba. Síðan Suðurskautið og Norðurpóllinn og síðustu sætin á þessum topp tíu lista skipa Suður-Afríka og Ástralía.

Helst fólk á miðjum aldri

Útivera af ýmsu tagi er það sem heillar hina ríku ferðamenn mest samkvæmt ferðaskipuleggjendunum og eru þá göngur, hjólreiðar, köfun og kajaksiglingar efst á óskalistanum yfir dægradvöl í fríinu auk ferða þar sem fókusinn er á mat og vín, ljósmyndun eða listir og menningu. Og hin klassíski ferðamaður sem sækist eftir svona ferðum mun vera á bilinu 50 til 65 ára og er á ferðalagi með maka, fjölskyldu eða vinum en ekki pakkaferð með ókunnugum.