Samfélagsmiðlar

Leikið á Trump í Skotlandi

trump golf aberdeen

Lækkandi pund gerir vallargjaldið hjá forsetjaframbjóðandanum ögn viðráðanlegri fyrir hinn hefðbundna kylfing. Forsetaframbjóðandinn umtalaði lét byggja upp einn þekktasta golfvöllinn á austurströnd Skotlands. Lækkandi pund gerir vallargjaldið ögn viðráðanlegri fyrir hinn hefðbundna kylfing.
Skotar segjast hafa spilað golf lengur en nokkur önnur þjóð eða í hvorki meira né minna en sex aldir og í heimalandi þessarar vinsælu íþróttar eru að finna um 550 velli. Sá sem kenndur er við St. Andrews er sennilega þeirra þekktastur en síðustu ár hefur hins vegar nýlegur strandvöllur bandaríska forsetaframbjóðandans Donalds J. Trump, rétt fyrir norðan Aberdeen, fengið einna mesta athygli í golfpressunni. Vissulega skrifast hluti af sviðsljósinu á hinn yfirlýsingaglaða eiganda sem hefur meðal annars hótað að hætta uppbyggingu við golfvöllinn ef reistar verða vindmyllur við strandlengjuna og eins á hann í erjum við nokkra íbúa svæðisins. 
Það virðist hins vegar vera óumdeilt að völlurinn sjálfur, Trump International Golf Links, er framúrskarandi „links völlur“ og hefur hann hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga síðustu misseri. Hann er lengstur 6.700 metrar og liggja brautirnar milli sandhólanna við hina fallegu strandlengju í Aberdeenskíri og á hverri þeirra eru sex teigar til að auðvelda sem flestum kylfingum að spreyta sig á vellinum.

Veikt pund kemur til bjargar

Það er nefnilega mikilvægt fyrir reksturinn að sem flestir geti komið og spilað en það kostar vissulega sitt. Yfir sumarið kosta 18 holur til að mynda rúmar 34 þúsund krónur en í apríl og október er gjaldið 26 þúsund. Og kannski verður hringurinn hjá Trump ekki mikið ódýrari en þetta, alla vega ekki í íslenskum krónum talið, því breska pundið er óvenjulágt um þessar mundir og til að mynda var vallargjaldið um 11 þúsund krónum hærra síðastliðið sumar. 
Icelandair flýgur nú fjórum sinnum í viku til Aberdeen en frá flugvellinum tekur aðeins um 20 mínútur að keyra að glæsilegum golfskála og hóteli Trump. Þeir sem bóka fimm stjörnu gistinguna sem þar er í boði þurfa ekki að borga alveg eins há vallargjöld.
Ferðaskrifstofan GB-ferðir býður upp á golfferðir til Skotlands þar sem m.a. er spilað á Trump International. Hér fyrir neðan er kynningarmyndband ferðaskrifstofunnar um völlinn fræga.

Trump International, Aberdeen from GB Ferðir / GB Travel on Vimeo.

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …