Samfélagsmiðlar

Leikið á Trump í Skotlandi

trump golf aberdeen

Lækkandi pund gerir vallargjaldið hjá forsetjaframbjóðandanum ögn viðráðanlegri fyrir hinn hefðbundna kylfing. Forsetaframbjóðandinn umtalaði lét byggja upp einn þekktasta golfvöllinn á austurströnd Skotlands. Lækkandi pund gerir vallargjaldið ögn viðráðanlegri fyrir hinn hefðbundna kylfing.
Skotar segjast hafa spilað golf lengur en nokkur önnur þjóð eða í hvorki meira né minna en sex aldir og í heimalandi þessarar vinsælu íþróttar eru að finna um 550 velli. Sá sem kenndur er við St. Andrews er sennilega þeirra þekktastur en síðustu ár hefur hins vegar nýlegur strandvöllur bandaríska forsetaframbjóðandans Donalds J. Trump, rétt fyrir norðan Aberdeen, fengið einna mesta athygli í golfpressunni. Vissulega skrifast hluti af sviðsljósinu á hinn yfirlýsingaglaða eiganda sem hefur meðal annars hótað að hætta uppbyggingu við golfvöllinn ef reistar verða vindmyllur við strandlengjuna og eins á hann í erjum við nokkra íbúa svæðisins. 
Það virðist hins vegar vera óumdeilt að völlurinn sjálfur, Trump International Golf Links, er framúrskarandi „links völlur“ og hefur hann hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga síðustu misseri. Hann er lengstur 6.700 metrar og liggja brautirnar milli sandhólanna við hina fallegu strandlengju í Aberdeenskíri og á hverri þeirra eru sex teigar til að auðvelda sem flestum kylfingum að spreyta sig á vellinum.

Veikt pund kemur til bjargar

Það er nefnilega mikilvægt fyrir reksturinn að sem flestir geti komið og spilað en það kostar vissulega sitt. Yfir sumarið kosta 18 holur til að mynda rúmar 34 þúsund krónur en í apríl og október er gjaldið 26 þúsund. Og kannski verður hringurinn hjá Trump ekki mikið ódýrari en þetta, alla vega ekki í íslenskum krónum talið, því breska pundið er óvenjulágt um þessar mundir og til að mynda var vallargjaldið um 11 þúsund krónum hærra síðastliðið sumar. 
Icelandair flýgur nú fjórum sinnum í viku til Aberdeen en frá flugvellinum tekur aðeins um 20 mínútur að keyra að glæsilegum golfskála og hóteli Trump. Þeir sem bóka fimm stjörnu gistinguna sem þar er í boði þurfa ekki að borga alveg eins há vallargjöld.
Ferðaskrifstofan GB-ferðir býður upp á golfferðir til Skotlands þar sem m.a. er spilað á Trump International. Hér fyrir neðan er kynningarmyndband ferðaskrifstofunnar um völlinn fræga.

Trump International, Aberdeen from GB Ferðir / GB Travel on Vimeo.

Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …