Loksins einn af þremur bestu flugvallarbörum heims

loksinsbar

Farþegar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar geta sest niður á einn af þeim flugvallarbörum sem þykir í sérflokki. Farþegar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar geta sest niður á einn af þeim flugvallarbörum sem þykir í sérflokki.
Þegar við erum komin í gegnum vopnaleitina í flugstöðinni þá eru kannski liðnir tveir tímar síðan við lögðum í hann að heiman og ennþá klukkutími eða tveir í að vélin fari í loftið. Þá gefst kærkomið tækifæri til að fá sér hressingu og jafnvel skála fyrir því að nú sé ferðalagið loks að hefjast. Og það er engum blöðum um það að fletta að margir farþegar, hér heima og víðar, setjast á barinn áður en haldið er út í vél og skiptir þá ekki öllu máli hvað klukkan er því á fríhafnarsvæðinu virðast dagspartanir renna saman í einn. 

Á palli ásamt breskum pöbbum

Veitingasvæði flugstöðva hafa víða tekið miklu breytingum síðustu ár og farþegum stendur meira til boða en áður. Kaffiteríurnar sem seldu sitt lítið af hverju hafa til að mynda vikið fyrir sérhæfðum matsölustöðum, kaffihúsum, bakaríum og börum og þessi þróun hefur líka átt sér stað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meðal þeirra staða sem þar er nú að finna er Loksins sem nú í sumar var tilnefndur sem einn af bestu flugstöðvarbörum heims á AirportFAB2016 verðlaunahátíðinni sem fór fram í Genf. Loksins fór þó ekki með sigur að hólmi heldur var það The Windmill á Stansted flugvelli sem fékk flest atkvæði en sá íslenski varð í öðru til þriðja sæti ásamt barnum á Birmingham flugvelli.

Góð tenging við Ísland 

Loksins var einnig tilnefndur í flokki þeirra flugvallarveitingastaða sem þóttu endurspegla heimaland sitt best en á barnum er m.a. lögð áhersla mikið úrval af íslensku öli og féll bjórlistinn meðal annars í kramið hjá útsendurum ferðaritsins Travel&Leisure sem útnefndu Loksins sem einn af 8 bestu bjórbörunum heims fyrir þyrsta flugfarþega í fyrra.
Í heildina þótti dómnefnd FAB úrval veitinga á Kaupmannahafnarflugvelli skara fram úr í ár en þar, líkt og í Leifsstöð, hafa verið gerðar miklar breytingar þegar kemur að mat og drykk. Heathrow í London og Brisbane í Ástralíu fengu næst flest atkvæði.