Norwegian ætlar líka að hefja flug milli Íslands og London

norwegian velar860

Fimm flugfélög munu bjóða upp á áætlunarferðir hingað frá flugvöllunum við höfuðborg Bretlands í vetur. Að jafnaði verða farnar nærri 10 ferðir á dag. Fimm flugfélög munu bjóða upp á áætlunarferðir hingað frá flugvöllunum við höfuðborg Bretlands í vetur. Að jafnaði verða farnar nærri 10 ferðir á dag.
Forsvarsmenn norska lágjaldaflugfélagsins Norwegian hafa ákveðið að auka umsvif sín hér á landi og fljúga þrjár ferðir í viku til Íslands frá Gatwick flugvelli í London í allan vetur. Síðustu ár hefur félagið boðið upp á jafn margar ferðir til Óslóar og Bergen en í viðtali við Túrista haustið 2013 síðan sagði Bjørn Kjos, stofnandi og forstjóri, Norwegian að aukið Íslandsflug væri áhugaverður kostur. Það er samt ekki fyrr en nú að Norwegian bætir í flugið hingað til lands en félagið fékk lendingarleyfi á Keflavíkurflugvelli fyrir áætlunarflug hingað frá Kaupmannahöfn fyrir tveimur árum síðan en ekkert varð úr þeim áformum. Astrid Mannion, upplýsingafulltrúi Norwegian, segir í svari til Túrista að það sé ánægjulegt að geta núna boðið Íslendingum upp á nýja og ódýra flugleið og það sé tilhlökkunarefni að taka á móti fleiri íslenskum farþegum um borð í hinar nýju flugvélar Norwegian þar sem öllum standi til boða að tengjast þráðlausu neti. Hún segist líka gera ráð fyrir því að fluginu verði vel tekið af Lundúnarbúum en flogið verður alla þriðjudaga, fimmtudag og laugardaga frá 1. nóvember.

Nærri 10 ferðir á dag

Síðustu ár hefur flug milli Íslands og höfuðborgar Bretlands aukist mjög hratt og í haust ætlar British Airways að fjölga ferðum sínum úr þremur í sjö í viku og easyJet flýgur hingað frá þremur flughöfnum við Lundúnir. Icelandair flýgur svo til borgarinnar allt að fjórum sinnum á dag og vélar WOW fara tvær ferðir á dag yfir háannatímann. Með tilkomu Norwegian verða því samtals í boði 67 ferðir í viku héðan til Lundúna næsta vetur eins og sjá má á línuritinu hér fyrir neðan.