Flugmiðar til London og heim aftur á innan við 10 þúsund krónur

london Jethro Stebbings

Í gær hófst sala á nýju flugi Norwegian til Íslands frá Gatwick flugvelli og framboð á ódýrustu fargjöldunum er því töluvert. Ekki bara hjá norska félaginu heldur líka hjá þeim fjórum flugfélögum sem fyrir voru á þessari leið. Í gær hófst sala á nýju flugi Norwegian til Íslands frá Gatwick flugvelli og framboð á ódýrustu fargjöldunum er því töluvert. Ekki bara hjá norska félaginu heldur líka hjá þeim fjórum flugfélögum sem fyrir voru á þessari leið.
Sú óvenjulega staða er komin upp að fimm flugfélög munu fljúga beint milli Íslands og Lundúna í vetur. Aldrei áður hafa svo mörg flugfélög att kappi á einni flugleið frá Íslandi og reyndar er leit að álíka framboði á hinum norrænu flugvöllunum. Farþegar á Óslóarflugvelli og á Arlanda í Stokkhólmi hafa til að mynda aðeins úr þremur flugfélögum að velja þegar ferðinni er heitið til Lundúna en úrvalið á Kaupmannahafnarflugvelli er jafn mikið og hér á landi. 

Verðið hækkar í kringum jól

Áður en easyJet hóf flug til Íslands í lok vetrar 2012 voru íslensku félögin ein um flugið til London en síðastliðið haust bættist British Airways við. Í gær tilkynntu svo forsvarsmenn Norwegian að félagið myndi í vetur fljúga þrisvar í viku milli Gatwick og Keflavíkurflugvallar frá 1. nóvember. Sala á sætum með Norwegian var því að hefjast og samkvæmt athugun Túrista þá er í dag hægt að bóka flugmiða með félaginu til London og heim aftur á 9.881 krónur á fjölda dagsetninga í vetur og fram á vor, að jólavertíðinni undanskilinni. Reyndar þarf að borga um 1.500 krónur (10pund) aukalega fyrir innritaða tösku hvora leið og einnig leggst við 1.99% kreditkortagjald. Vélar Norwegian fljúga til London á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum og brottförin frá Gatwick er rúmlega sex að morgni.

Lágt verð hjá fleirum

Það er þó ekki bara hjá Norwegian sem finna má farmiða til London, aðra leiðina, á 4 til 6 þúsund krónur því easyJet er með töluvert af svo ódýrum flugmiðum á boðstólum í vetur. Þar bætist líka við töskugjald og sömuleiðis hjá WOW air en þar kostar ódýrasta farið til London 7.999 krónur að viðbættu bókunargjaldi. Í mánaðarlegum verðkönnunum Túrista á farmiðaverði til London hefur British Airways regluega verið dýrasti kosturinn en nú þegar félagið fjölgar ferðum sínum hingað úr þremur í sjö í viku þá hafa fargjöldin lækkað og þau ódýrustu í vetur eru á tæpar 9 þúsund krónur. Icelandair er hins vegar eina félagið á þessari flugleið þar sem innritaður farangur og sætisval er innifalið í ódýrustu fargjöldunum og eru þau 14.915 krónur samkvæmt athugun Túrista.
SMELLTU HÉR TIL AÐ BERA SAMAN VERÐ Á HÓTELUM Í LONDON