Vara þungaðar konur við ferðalögum til Flórída

barnshafandi freestocks org

Talið er að Zika veiran hafi borist til Flórída og Bretar ráðleggja barnshafandi konum að sneiða hjá fylkinu og leggja til fólk noti þar smokka. Talið er að Zika veiran hafi borist til Flórída og Bretar ráðleggja barnshafandi konum að sneiða hjá fylkinu og leggja til fólk noti þar smokka.
Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi mælast gegn því að þungaðar konur ferðist til Flórída í Bandaríkjunum eftir að fjórir einstaklingar greindust þar með Zika-veiruna. Veiran hefur reyndar fundist í um 1650 bandarískum einstaklingum en þessu nýju tilfelli eru talin vera fyrstu smitin sem eigi sér stað innan Bandaríkjanna og borist í fólkið frá moskítóflugum á Miamí svæðinu. Öll hin tilfellin eru hins vegar rakin til ferðalaga fólks til þeirra landa í S-Ameríku þar sem veiran hefur náð útbreiðslu.
Í kjölfarið á þessum nýju smitum vestanhafs sendu bresk heilbrigðisyfirvöld frá sér yfirlýsingu og mælast þau til að þungaðar konur ferðist ekki til Flórída að óþörfu og eins að fólk noti smokka við kynmök samkvæmt frétt Telegraph. En Zika veiran er talin valda alvarlegum heilaskaða hjá börnum í móðurkviði á meðan sjúkdómseinkennin eru oftast mild hjá flestum öðrum, til að mynda vægur hiti, verkir í liðum og útbrot.
Eftir að bresk heilbrigðisyfirvöld gáfu út þessa ferðaviðvörun um helgina hafa breskar ferðaskrifstofur og flugfélög boðið barnshafandi konum að breyta eða afbóka ferðir sínar til Flórída sér að kostnaðarlausu samkvæmt frétt Travelmole.