15 ruddalegustu borgirnar í Bandaríkjunum

newyork loft Troy Jarrell

Það er ekki skemmtilegt fyrir íbúa þessara borga að sjá nafn heimkynna sinn á þessum leiðindalista.
Þjónar í París hafa lengi haft á sér slæmt orð og kollegar þeirra í Kaupmannahöfn fengu útreið í viðhorfskönnun meðal ferðamanna fyrir ekki svo mörgum árum síðan. Þrátt fyrir það þá heldur fólk áfram að heimsækja þessar fallegu borgir enda ekki hægt að láta nokkra súra heimamenn slá sig út af laginu. Og þeir sem renna yfir listann hér fyrir neðan munu alveg örugglega vera til í að taka hús á íbúum New Yokr, Boston og Los Angeles þó borgirnar þeirra séu á lista lesenda ferðaritsins Travel&Leisure yfir þær borgir Bandaríkjanna þar íbúarnir eru dónalegastir.

Ruddalegustu borgir Bandaríkjanna skv. Travel&Leisure

  1. Miami
  2. Phoenix
  3. New York
  4. Los Angeles
  5. Philadelphia
  6. Salt Lake City
  7. Boston
  8. Dallas
  9. Colorado Springs
  10. Ann Arbor
  11. Detroit
  12. Las Vegas
  13. Providence
  14. Charlotte
  15. Scottsdale

SMELLTU HÉR TIL AÐ BERA SAMAN VERÐ Á FLUGI TIL BANDARÍKJANNA