5000 króna seðillinn einn sá fallegasti í heimi

5000kr

Þeir 16 seðlar sem þykja ber af þegar aðeins er litið til útlits en ekki stöðugleika.
Þó greiðslukort séu fyrir löngu orðin jafn nauðsynleg í ferðalagið og vegabréf þá er líka gott fyrir túrista að hafa smá skotsilfur í veskinu til að borga fyrir ýmislegt smálegt. Til að mynda eru leigubílstjórar ekki alltaf með posa í bílnum og það getur verið vesen að borga fyrir öl, ís eða pylsu með með korti. Það er því gott að taka út gjaldeyri áður en lagt er í hann eða fara í hraðbanka við komuna á áfangastað. Seðlarnir sem við fáum þá í hendur eru oft framandi þó vissulega hafi evran dregið töluvert úr stemningunni við þennan hluta ferðaundirbúningins því hún hefur tekið yfir svo stóran hluta Evrópu. Hvað sem því líður þá eru hér þeir sextán seðlar sem ritstjórn bandaríska ferðaritsins Travel&Leisure þykja fallegasti og einn þeirra er íslenski fimm þúsund kallinn. Eins og sjá má þá eru sumir þessara seðla löngu dottnir úr umferð en þá má alla skoða á hér.

Flottustu seðlarnir:

  • Hondúras, 2 lempira
  • Brasilía, 1,000 cruzeiro
  • Ísrael, 1 shekel
  • Cooks-Eyjar, 3 dollarar
  • S-Afríka, 20 rönd
  • Egyptaland, 50 piastres
  • Sviss, 100 frankar
  • Ástralía, 5 dollarar
  • Nýja-Sjáland, 50 dollarar
  • Frakkland, 10 þúsund frankar
  • Úsbekistan, 500 som
  • Argentína, 500 pesetar
  • Franska Pólýnesía, 1000 frankar
  • Þýskaland, 20 mörk
  • Íslenski 5000 kr. seðillinn
  • Holland, 50 gyllini