9 bestu hamborgarabúllurnar í Hamborg

hamborgari Niklas rhose

Þessar hamborgarbúllur í Hamborg eiga að vera heimsóknarinnar virði.
Vinsælasti skyndibiti Vesturlanda er vissulega kenndur við Hamborg en það eru deildar meiningar um hvort uppruna hamborgarans sé í raun hægt að rekja til matarmenningar þessarar næst fjölmennustu borgar Þýskalands. Þar hafa menn þó lengi borðað nautakjöt sem er formað eins og bolla en því hefur líka verið haldið fram að hamborgarinn sé einfaldlega danskt hakkebuff í brauði. Hvað sem öllum þessum vangaveltum líður þá finnst líklega mörgum ferðamönnum við hæfi að panta sér hamborgara á matsölustað í Hamborg. Þá er nú vissara að láta aðeins bjóða sér það allra besta og hér eru þær hamborgarabúllur í Hamborg sem nýverið voru valdar þær bestu þar í borg af sælkerum hins þýska Foodguide (sjá myndir af öllum borgurunum). 

9 bestu hamborgarastaðirnir í Hamborg

1. Otto Burger
2. The Burger Lab
3. The Big Balmy
4. Peter Pane
5. Duffs Burger
6. Grilly Idol
7. Better Burger
8. Saint and Sinners
9. Burgerkultour

Það skal tekið fram að í heimsókn sinni til Hamborgar í sumar þótti útsendara Túrista nauðsynlegt að smakka á réttnum sem nefndur er eftir borginni. Fyrir valinu varð staðurinn The Burger Lab sem er einmitt í öðru sæti á lista Foodguide. Það verður að segjast eins og er að borgarinn þar stóð ekki undir væntingum, brauðið var til að mynda þunnt og frekar stökkt og fjallið af frönskum sem fylgdi var of steikt. Hins vegar var kjötið safaríkt og karamelseraði laukurinn góður.
TENGDAR GREINAR: HAFNARBORGIN SEM ER SÉR Á BÁTI – 50 MARKVERÐUSTU HAMBORGARANIR Á MANHATTAN

Túristi heimsótti borgina með aðstoð frá Icelandair sem býður upp á flug til Hamborgar frá vori og fram til loka októbermánaðar.