Fjöldi íslenskra næturgesta á varnarliðssvæðinu hefur komið á óvart

base hostel keflavik

Base hótelið við Keflavíkurflugvöll hefur fengið góðar viðtökur á sumar og margir íslenskir flugfarþegar hafa nýtt sér aðstöðuna fyrir morgunflug. Base hótelið við Keflavíkurflugvöll hefur fengið góðar viðtökur á sumar og margir íslenskir flugfarþegar hafa nýtt sér aðstöðuna fyrir morgunflug.
Í dag verður Base hótelið á gamla varnarliðssvæðinu formlega vígt þó það hafi verið opið frá því í júní. Base er í eigu Skúla Mogensen, stofnanda WOW air, en þrátt fyrir tengslin við flugfélagið eru það ekki aðeins farþegar WOW sem hafa nýtt sér þennan nýja kost því gestirnir hafa flogið til landsins með hinum ýmsu flugfélögum samkvæmt svari við fyrirspurn Túrista. Þar segir jafnframt að þjóðerni hótelgestanna sé í takt við talningar Ferðamálastofu á erlendum ferðamönnum en það hafi reyndar vakið athygli forsvarsmanna hótelsins hversu margir Íslendingar, á leið til útlanda, hafi bókað gistingu

Felulitir og nútímalist

Byggingar þessa 121 herbergja hótels eru málaðar í felulitum og er þar með vísað í það tímabil þegar bandarískir hermenn höfðu þar aðsetur. Innandyra er svo að finna tugi nútímalistaverka eftir íslenska listamenn samkvæmt því sem segir í tilkynningu. „Það er ánægjulegt að sjá hversu glæsilegar viðtökurnar hafa verið. Margir hafa lagt á sig mikla og óeigingjarna vinnu til þess að sjá þetta hótel verða að veruleika. Ég vona að hótelið muni koma til með að efla enn frekar Reykjanessvæðið sem er mjög fallegt og hefur margt skemmtilegt upp á að bjóða sem ferðamannastaður en jafnframt er gaman að geta sett upp eitt öflugasta nútímalistasafn landsins á Reykjanesi,“ segir Skúli Mogensen eigandi Base hótels og WOW air.