Samfélagsmiðlar

Tvöfalt fleiri erlendir ferðamenn en innanlandsflug dregst saman

flugtak 860 a

Á árunum 2011 til 2015 fjölgaði erlendum ferðamönnum hér á landi úr 540 þúsund í nærri 1,3 milljónir. Á sama tíma fækkaði farþegum í innanlandsflugi og hjá Flugfélagi Íslands. Á árunum 2011 til 2015 fjölgaði erlendum ferðamönnum hér á landi úr 540 þúsund í nærri 1,3 milljónir. Á sama tíma fækkaði farþegum í innanlandsflugi og hjá Flugfélagi Íslands.
Umsvif á Keflavíkurflugvelli hafa aukist mjög hratt síðustu ár og þegar litið er til síðustu fimm ára þá hefur farþegafjöldinn þar tvöfaldast að frádregnum þeim farþegum sem aðeins millilenda hér á landi. Á flugvöllunum í Reykjavík og á Egilsstöðum hefur farþegum hins vegar fækkað um tíund á þessu tímabili eins og sjá má ágrafinu hér fyrir neðan. Á Akureyri nemur samdrátturinn 16.7 prósentum og 7,3 prósentum á minni flugvöllum samkvæmt útreikningum Túrista sem byggja á þeim gögnum sem aðgengileg eru á heimasíðu Isavia, rekstraraðila flugvallanna. Tölur Isavia ná aftur til ársins 2011 og þróunin yfir lengra tímabil gæti því verið önnur.

Icelandair og Flugfélag Íslands í sitthvora áttina

Það er þó áhugavert að bera saman síðustu 5 ár því fjöldi ferðamanna hefur meira en tvöfaldast (133%) á þessum tíma en það er ljóst að sú umbylting hefur ekki skilað sér í fjölgun farþega í innanlandsflugi. Þvert á móti hefur farþegunum fækkað. Það sést til að mynda skýrt þegar bornar eru saman farþegatölur systurfélaganna Icelandair og Flugfélags Íslands. Það fyrrnefnda stundar millilandaflug og fjölgaði farþegum þess um 1,3 milljónir síðustu fimm ár eða um 76 prósent. Í vélum Flugfélags Íslands fækkaði farþegum hins vegar úr 353 þúsund árið 2011 í 296 þúsund í fyrra. Samdráttur upp á 16 prósent.
Þess ber þó að geta að inn í farþegatölum Flugfélags Íslands er innanlandsflug og flug til Færeyja og Grænlands og hluti af því er frá Keflavíkurflugvelli. Hvað sem því líður hafa sveiflurnar í millilandaflugi og innanlandsflugi ekki verið í takt á þeim tíma sem erlendum ferðamönnum fjölgar hratt hér á landi. Umferð um Reykjavíkurflugvöll hefur reyndar aukist um 7,5 prósent í ár en hluti af skýringunni gæti legið í auknu Grænlandsflugi Flugfélags Íslands. Á sama tíma hefur umferð um Keflavíkurflugvöll aukist um 37 prósent. 

Mikilvægt að tengja saman

Líkt og Túristi greindi frá í vikunni þá eru forsvarsmenn ferðamála í Finnlandi, Danmörku og Noregi sammála um mikilvægi þess að boðið sé upp á bæði flug innanlands og utan frá aðalflugvelli hvers lands. En öfugt við Keflavíkurflugvöll er innanlandsflug í boði á öllum stærstu flugvöllum Norðurlanda og leit að evrópskum alþjóðaflugvellli þar sem sú þjónusta er ekki fyrir hendi. Samkvæmt athugun Túrista þá fjölgaði farþegum í innanlandsflugi á Óslóarflugvelli um 5,2% síðustu fimm ár, í Helsinki varð samdráttur um 4,3%, á Stokkhólmsflugvöllunum fjölgaði þeim um 8 prósent en á Kaupmannahafnarflugvelli hefur innanlandsflug dregist saman um nærri helming, m.a. í kjölfar gjaldþrots Cimber Sterling árið 2012. Þess má geta að í Stokkhólmi eru tveir flugvellir, Arlanda og Bromma og á báðum er flogið innanlands og utan. Um Arlanda fóru um 5 milljónir í innanlandsflug í fyrra en 2,2 milljónir um Bromma. Tilvera þess síðarnefndi hefur lengið verið deilumál meðal sænskra stjórnmálamanna líkt og flugvöllurinn í Vatnsmýrinni. Á flugvöllum hinna norrænu höfuðborganna hefur farþegafjöldinn hins vegar ekki tvöfaldast síðustu fimm ár líkt og á Keflavíkurflugvelli heldur aukist um nokkur prósent á ári. En líkt og kom fram í grein Túrista á fimmtudag þá fljúga daglega á bilinu 3,5-8 þúsund erlendir ferðamenn um Keflavíkurflugvelli og ef vægi innanlandsflugs þar væri fjórðungur af því sem það er í Ósló þá myndi það duga til að fylla 2 til 6 Bombardier vélar líkt og Flugfélag Íslands notar.

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …