Íslensku flugfélögin standa undir nær allri viðbótinni

kef icelandair wow

Icelandair og WOW air hafa fjölgað ferðum sínum verulega á milli ára. Hlutdeild þess síðarnefnda eykst hratt á kostnað þess fyrrnefnda. Icelandair og WOW air hafa fjölgað ferðum sínum verulega á milli ára. Hlutdeild þess síðarnefnda eykst hratt á kostnað þess fyrrnefnda.
Að jafnaði voru farnar 84 áætlunarferðir á dag frá Keflavíkurflugvelli í ágúst en á sama tíma í fyrra var meðaltalið 65 ferðir. Umferðin jókst í heildina um ríflega sex hundruð ferðir eða um 30 prósent á milli ára. Af þessum viðbótarferðum þá lætur nærri að rekja megi níu af hverjum tíu til aukningar í flugáætlunum Icelandair og WOW air samkvæmt talningum Túrista. Reyndar tvöfölduðu Delta og SAS Íslandsflug sitt í síðasta mánuði en umsvif þessara flugfélaga eru hins vegar mjög lítil í samanburði við íslensku félögin tvö.
Á milli ára hefur hlutdeild WOW aukist verulega og í ágúst var það svo að fimmta hver vél sem tók á loft frá Keflavíkurflugvelli var merkt WOW air. Vægi félagsins var eykst því á milli ára en lækkar hjá Icelandair eins og sjá má á kökuritinu hér fyrir neðan.
Í farþegum talið er hlutdeild íslensku félaganna, og þá sérstaklega WOW air, sennilega enn hærri því ekkert erlendu flugfélaganna notast við breiðþotur í flugi sínum til og frá Íslandi en í ár hafa bæði Icelandair og WOW air bætt þess háttar flugvélum við flota sína.