3 nýjar flugleiðir frá Keflavíkurflugvelli næsta sumar

dresden

Farþegar flugfélagana Germania og Wizz Air geta flogið til Íslands frá fleiri áfangastöðum á næsta ári. Farþegar flugfélagana Germania og Wizz Air geta flogið til Íslands frá fleiri áfangastöðum á næsta ári.
Í byrjun nýliðins sumars hófu þotur flugfélagsins Germania að fljúga hingað til lands frá þýsku borgunum Bremen og Friedrichshafen. En sú síðarnefnda var lengi vel hluti að leiðakerfi Iceland Express og því væntanlega mörgum íslenskum ferðalöngum kunn. Þessar nýju flugleiðir fengu það góðar viðtökur, að sögn Kevin Schmidt talsmanns Germania, að ákveðið var að bæta við ferðum hingað til lands frá borgunum Nürnberg og Dresden á næsta ári. „Í sumar voru við með ferðir til Íslands frá flugvöllum í norður- og suðurhluta Þýskalands en okkur fannst við þurfa að fylla upp í tómarúmið í miðjunni“, útskýrir Schmidt en Nürnberg er nyrst í Bæjaralandi og Dresden er í austurhluta landsins. Þessar flugleiðir verða starfræktar frá sumarbyrjun og fram á haustið og kosta ódýrustu miðarnir hjá Germania um 9 þúsund krónur.

Fimm nýjar flugleiðir til Íslands á 2 árum

Forsvarsmenn Germania eru hins vegar ekki einir um að ætla að fljúga hingað til lands frá fleiri stöðum á næsta ári því það mun Wizz air, stærsta lággjaldaflugfélag Austur-Evrópu, einnig gera. Félagið hóf að fljúga hingað til lands í fyrrasumar og þá frá Gdansk í Póllandi. Síðan þá hefur Wizz air bætt Íslandsflugi við leiðakerfi sitt frá Varsjá, Búdapest og Vilnius. Og frá og með næsta vori mun þotur félagsins svo fljúga hingað til lands alla mánudaga og föstudaga frá borginni Katowice sem er í suðurhluta Póllands, skammt frá landamærunum að Tékklandi og Slóvakíu. Auk þessa verða gerðar tímabundnar breytingar á fluginu hingað frá höfuðborg Litháen því flugbrautirnar þar verða lokaðar frá miðjum júlí og fram til 17. ágúst og á því tímabili verður flugið fært til Kaunas.
Engin önnur flugfélög á Keflavíkurflugvelli bjóða upp á áætlunarferðir til þeirra áfangastaða sem Germania flýgur til en WOW air og Wizz eru bæði með flug til höfuðborga Póllands og Litháen. Wizz er hins vegar eitt um flugið til Gdansk, Búdapest og Katowice.
NÝJAR GREINAR: INNANLANDSFLUG FRÁ AKUREYRI YRÐI GJÖRBYLTING FYRIR FERÐAÞJÓNUSTUNAKRÖFUHARÐIR EUROVISION AÐDÁENDUR BÓKI SEM FYRST