Hótelprísarnir í Dublin ruku upp

dublin Sinead McCarthy

Nú borga ferðamenn meira fyrir næturstað í höfuðborg Írlands en í stórborginni London.
Á öðrum ársfjórðungi borguðu hótelgestir í Dublin að jafnaði rúmar 25 þúsund krónur fyrir nótt á hóteli þar í borg og hefur meðalverðið hækkað um 70 af hundraði frá sama tíma í fyrra. Í London hefur gistingin hins vegar lækkað í verði eða um 7 prósent samkvæmt samanburði bókunarfyrirtækisins HRS sem er stórtækt í hótelgeiranum og þá sérstaklega í Evrópu. Norrænar höfuðborgir eru líka áberandi á listanum yfir tíu dýrustu hótelborgirnar hjá HRS en Reykjavík er þó ekki þar að finna. Sem fyrr er verðlagið í Ósló sérflokki og hefur rokið upp sl. ár jafnvel þó norska krónan hafi oft verið sterkari.