Samfélagsmiðlar

Íbúar Akureyrar og Reykjavíkur yrðu jafn lengi út á Keflavíkurflugvöll

akureyri kaupmannahofn

Akureyringur á leið í morgunflug út í heim gæti farið á fætur á sama tíma og reykvískur farþegi ef flugsamgöngur innanlands væri efldar. Akureyringur á leið í morgunflug út í heim gæti farið á fætur á sama tíma og reykvískur farþegi ef flugsamgöngur innanlands væri efldar. Í dag þurfa hins vegar farþegar af landsbyggðinni að ferðast langa leið til að komast út á Keflavíkurflugvöll.
Daglega setjast á bilinu 1 til 2 þúsund íslenskir farþegar upp í þoturnar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og fljúga út í heim. Og miðað við hvernig byggð dreifist um landið þá má reikna með að um sjötti hver þessara íslensku farþega hafi ferðast 500 til 800 kílómetra til Keflavíkurflugvallar frá heimili sínu. Langflestir í einkabíl enda takmarkast innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli við nokkrar ferðir í viku til Akureyrar yfir hásumarið. Bolvíkingur sem kýs að keyra í Leifsstöð þarf þá að fara 510 kílómetra frá heimabyggð og út á flugvöll sem er sama vegalengd og íbúar Óslóar myndu leggja að baki ef þeir flygju til útlanda frá Stokkhólmi. Íbúar Seyðisfjarðar eru svo rúmar 8 klukkustundir á leiðinni út á Keflavíkurflugvöll sem er álíka tímafrekt og það tekur Amsterdambúa að keyra yfir allt Holland og vesturhluta Þýskalands til að innrita sig í flug í Zurich í Sviss.

Myndi draga úr sérstöðu Keflavíkurflugvallar

Vissulega eru þessi dæmi ekki alveg sambærileg. Hollendingurinn fljúgandi getur til dæmis valið á milli nokkurra alþjóðaflugvalla sem eru nær Amsterdam en sá í Zurich eða bara flogið frá Schiphol. Seyðfirðingurinn fer reyndar framhjá tveimur alþjóðaflugvöllum á leið sinni til höfuðborgarinnar en vélarnar sem taka þar á loft lenda í Vatnsmýrinni en ekki við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þessa dagana kanna forsvarsmenn Flugfélags Íslands hins vegar möguleikan á að starfrækja flugleiðina milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar yfir lengra tímabil líkt og Túristi greindi frá. Þar með yrði sérstaða Keflavíkurflugvallar ekki sú sama og hún er í dag því leit er að alþjóðaflugvelli í Evrópu þar sem ekki er einnig boðið upp á innanlandsflug. Og reyndar eru ekki heldur í boði beinar sætaferðir milli flugstöðvanna tveggja á suðvesturhorninu. Farþegar sem ætla að fara frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkurflugvallar verða að skipta um rútu á BSÍ eða Holtagörðum eftir því hvort farið er með Airport Express eða Flugrútunni og borga þarf aukalega 600 krónur fyrir þessa þjónustu, hvora leið.

Hefur ekki gengið sem skildi 

Sem fyrr segir hefur Flugfélags Íslands, í samstarfi við Icelandair, boðið upp á ferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar síðustu þrjú sumur og hafa vélarnar farið í loftið um hálf þrjú og lent 50 mínútum síðar á Keflavíkurflugvelli. Farþegar geta þá náð tengiflugi með Icelandair til fjölmargra áfangastaða í N-Ameríku og Evrópu. Vél Flugfélagsins heldur svo aftur norður um hálf fimm og þá með farþega sem nýkomnir eru til landsins frá Evrópu. Viðtökurnar við þessu flugi hafa ekki verið mjög góðar samkvæmt forsvarsmönnum flugfélagsins en engu að síður meta þeir núna eftirspurn eftir þjónustunni á öðrum árstímum og með öðru sniði. Núverandi flugáætlun gæti því tekið breytingum og mætti t.a.m. hugsa sér að fyrsta ferð til Akureyrar yrði frá Keflavíkurflugvelli um áttaleytið að morgni þegar þúsundir farþega eru nýkomnir til landsins frá N-Ameríku. Flogið yrði til baka til Keflavíkur um klukkan tvö með farþega á leið í flug til Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada. Í millitíðinni væri hægt að nýta vél Flugfélagsins í ferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur og jafnvel í flug til Grænlands eða Skotlands frá Keflavíkurflugvelli um kvöldið. 

Morgunflug yrði stórt skref

Aðgengi norðanmanna að útlöndum og túrista að Norðurlandi myndi svo aukast ennþá meira ef Flugfélag Íslands, eða annað flugfélag, myndi einnig bjóða upp á morgunflug frá Akureyri til Keflavíkur og jafnvel að gera farþegum kleift að fljúga frá landinu með fleiri flugfélögum en bara Icelandair. Ef brottför frá Akureyri væri á dagskrá milli hálf sex og sex að morgni þá næðu farþegarnir að vera komnir inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar tæpri klukkustund síðar. Það er nógu tímanlega til að ná tugum morgunfluga frá Keflavíkurflugvelli til Evrópu og Ameríku enda væru farþegarnir búnir að innrita farangur og fara í gegnum vopnaleit á Akureyri og slyppu þá við biðraðirnar í Leifsstöð. Vél Flugfélag Íslands myndi svo snúa tilbaka norður um átta leytið um morguninn með farþega úr Ameríkuflugi og síðan aftur til Keflavíkur klukkan tvö líkt og í dæminu hér fyrir ofan. Til að geta boðið upp á morgunflug frá Akureyri þarf flugvélin hins vegar að vera á Akureyri yfir nótt og áhöfn jafnframt staðsett þar.
Ef morgunflugið frá Akureyri yrði á boðstólum þá myndi það hafa í för með sér miklar breytingar fyrir íbúa Akureyrar. Þeim myndi þá nægja að fara á fætur á sama tíma og Reykvíkingar til ná sömu vélinni frá Keflavíkurflugvelli til Evrópu rúmum þremur klukkutímum síðar. Í dag þurfa Akureyringar, líkt og íbúar víða um land, að keyra suður daginn áður, gista yfir nótt á suðvesturhorninu og fara út á Leifsstöð í morgunsárið daginn eftir. 
TENGDAR GREINAR: MIKILVÆG TENGING INNANLANDS- OG MILLILANDAFLUGSTVÖFALT FLEIRI FERÐAMENN EN FARÞEGUM Í INNANLANDSFLUGI FÆKKAR

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …