Samfélagsmiðlar

Íbúar Akureyrar og Reykjavíkur yrðu jafn lengi út á Keflavíkurflugvöll

akureyri kaupmannahofn

Akureyringur á leið í morgunflug út í heim gæti farið á fætur á sama tíma og reykvískur farþegi ef flugsamgöngur innanlands væri efldar. Akureyringur á leið í morgunflug út í heim gæti farið á fætur á sama tíma og reykvískur farþegi ef flugsamgöngur innanlands væri efldar. Í dag þurfa hins vegar farþegar af landsbyggðinni að ferðast langa leið til að komast út á Keflavíkurflugvöll.
Daglega setjast á bilinu 1 til 2 þúsund íslenskir farþegar upp í þoturnar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og fljúga út í heim. Og miðað við hvernig byggð dreifist um landið þá má reikna með að um sjötti hver þessara íslensku farþega hafi ferðast 500 til 800 kílómetra til Keflavíkurflugvallar frá heimili sínu. Langflestir í einkabíl enda takmarkast innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli við nokkrar ferðir í viku til Akureyrar yfir hásumarið. Bolvíkingur sem kýs að keyra í Leifsstöð þarf þá að fara 510 kílómetra frá heimabyggð og út á flugvöll sem er sama vegalengd og íbúar Óslóar myndu leggja að baki ef þeir flygju til útlanda frá Stokkhólmi. Íbúar Seyðisfjarðar eru svo rúmar 8 klukkustundir á leiðinni út á Keflavíkurflugvöll sem er álíka tímafrekt og það tekur Amsterdambúa að keyra yfir allt Holland og vesturhluta Þýskalands til að innrita sig í flug í Zurich í Sviss.

Myndi draga úr sérstöðu Keflavíkurflugvallar

Vissulega eru þessi dæmi ekki alveg sambærileg. Hollendingurinn fljúgandi getur til dæmis valið á milli nokkurra alþjóðaflugvalla sem eru nær Amsterdam en sá í Zurich eða bara flogið frá Schiphol. Seyðfirðingurinn fer reyndar framhjá tveimur alþjóðaflugvöllum á leið sinni til höfuðborgarinnar en vélarnar sem taka þar á loft lenda í Vatnsmýrinni en ekki við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þessa dagana kanna forsvarsmenn Flugfélags Íslands hins vegar möguleikan á að starfrækja flugleiðina milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar yfir lengra tímabil líkt og Túristi greindi frá. Þar með yrði sérstaða Keflavíkurflugvallar ekki sú sama og hún er í dag því leit er að alþjóðaflugvelli í Evrópu þar sem ekki er einnig boðið upp á innanlandsflug. Og reyndar eru ekki heldur í boði beinar sætaferðir milli flugstöðvanna tveggja á suðvesturhorninu. Farþegar sem ætla að fara frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkurflugvallar verða að skipta um rútu á BSÍ eða Holtagörðum eftir því hvort farið er með Airport Express eða Flugrútunni og borga þarf aukalega 600 krónur fyrir þessa þjónustu, hvora leið.

Hefur ekki gengið sem skildi 

Sem fyrr segir hefur Flugfélags Íslands, í samstarfi við Icelandair, boðið upp á ferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar síðustu þrjú sumur og hafa vélarnar farið í loftið um hálf þrjú og lent 50 mínútum síðar á Keflavíkurflugvelli. Farþegar geta þá náð tengiflugi með Icelandair til fjölmargra áfangastaða í N-Ameríku og Evrópu. Vél Flugfélagsins heldur svo aftur norður um hálf fimm og þá með farþega sem nýkomnir eru til landsins frá Evrópu. Viðtökurnar við þessu flugi hafa ekki verið mjög góðar samkvæmt forsvarsmönnum flugfélagsins en engu að síður meta þeir núna eftirspurn eftir þjónustunni á öðrum árstímum og með öðru sniði. Núverandi flugáætlun gæti því tekið breytingum og mætti t.a.m. hugsa sér að fyrsta ferð til Akureyrar yrði frá Keflavíkurflugvelli um áttaleytið að morgni þegar þúsundir farþega eru nýkomnir til landsins frá N-Ameríku. Flogið yrði til baka til Keflavíkur um klukkan tvö með farþega á leið í flug til Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada. Í millitíðinni væri hægt að nýta vél Flugfélagsins í ferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur og jafnvel í flug til Grænlands eða Skotlands frá Keflavíkurflugvelli um kvöldið. 

Morgunflug yrði stórt skref

Aðgengi norðanmanna að útlöndum og túrista að Norðurlandi myndi svo aukast ennþá meira ef Flugfélag Íslands, eða annað flugfélag, myndi einnig bjóða upp á morgunflug frá Akureyri til Keflavíkur og jafnvel að gera farþegum kleift að fljúga frá landinu með fleiri flugfélögum en bara Icelandair. Ef brottför frá Akureyri væri á dagskrá milli hálf sex og sex að morgni þá næðu farþegarnir að vera komnir inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar tæpri klukkustund síðar. Það er nógu tímanlega til að ná tugum morgunfluga frá Keflavíkurflugvelli til Evrópu og Ameríku enda væru farþegarnir búnir að innrita farangur og fara í gegnum vopnaleit á Akureyri og slyppu þá við biðraðirnar í Leifsstöð. Vél Flugfélag Íslands myndi svo snúa tilbaka norður um átta leytið um morguninn með farþega úr Ameríkuflugi og síðan aftur til Keflavíkur klukkan tvö líkt og í dæminu hér fyrir ofan. Til að geta boðið upp á morgunflug frá Akureyri þarf flugvélin hins vegar að vera á Akureyri yfir nótt og áhöfn jafnframt staðsett þar.
Ef morgunflugið frá Akureyri yrði á boðstólum þá myndi það hafa í för með sér miklar breytingar fyrir íbúa Akureyrar. Þeim myndi þá nægja að fara á fætur á sama tíma og Reykvíkingar til ná sömu vélinni frá Keflavíkurflugvelli til Evrópu rúmum þremur klukkutímum síðar. Í dag þurfa Akureyringar, líkt og íbúar víða um land, að keyra suður daginn áður, gista yfir nótt á suðvesturhorninu og fara út á Leifsstöð í morgunsárið daginn eftir. 
TENGDAR GREINAR: MIKILVÆG TENGING INNANLANDS- OG MILLILANDAFLUGSTVÖFALT FLEIRI FERÐAMENN EN FARÞEGUM Í INNANLANDSFLUGI FÆKKAR

Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …