Samfélagsmiðlar

Íbúar Akureyrar og Reykjavíkur yrðu jafn lengi út á Keflavíkurflugvöll

akureyri kaupmannahofn

Akureyringur á leið í morgunflug út í heim gæti farið á fætur á sama tíma og reykvískur farþegi ef flugsamgöngur innanlands væri efldar. Akureyringur á leið í morgunflug út í heim gæti farið á fætur á sama tíma og reykvískur farþegi ef flugsamgöngur innanlands væri efldar. Í dag þurfa hins vegar farþegar af landsbyggðinni að ferðast langa leið til að komast út á Keflavíkurflugvöll.
Daglega setjast á bilinu 1 til 2 þúsund íslenskir farþegar upp í þoturnar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og fljúga út í heim. Og miðað við hvernig byggð dreifist um landið þá má reikna með að um sjötti hver þessara íslensku farþega hafi ferðast 500 til 800 kílómetra til Keflavíkurflugvallar frá heimili sínu. Langflestir í einkabíl enda takmarkast innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli við nokkrar ferðir í viku til Akureyrar yfir hásumarið. Bolvíkingur sem kýs að keyra í Leifsstöð þarf þá að fara 510 kílómetra frá heimabyggð og út á flugvöll sem er sama vegalengd og íbúar Óslóar myndu leggja að baki ef þeir flygju til útlanda frá Stokkhólmi. Íbúar Seyðisfjarðar eru svo rúmar 8 klukkustundir á leiðinni út á Keflavíkurflugvöll sem er álíka tímafrekt og það tekur Amsterdambúa að keyra yfir allt Holland og vesturhluta Þýskalands til að innrita sig í flug í Zurich í Sviss.

Myndi draga úr sérstöðu Keflavíkurflugvallar

Vissulega eru þessi dæmi ekki alveg sambærileg. Hollendingurinn fljúgandi getur til dæmis valið á milli nokkurra alþjóðaflugvalla sem eru nær Amsterdam en sá í Zurich eða bara flogið frá Schiphol. Seyðfirðingurinn fer reyndar framhjá tveimur alþjóðaflugvöllum á leið sinni til höfuðborgarinnar en vélarnar sem taka þar á loft lenda í Vatnsmýrinni en ekki við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þessa dagana kanna forsvarsmenn Flugfélags Íslands hins vegar möguleikan á að starfrækja flugleiðina milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar yfir lengra tímabil líkt og Túristi greindi frá. Þar með yrði sérstaða Keflavíkurflugvallar ekki sú sama og hún er í dag því leit er að alþjóðaflugvelli í Evrópu þar sem ekki er einnig boðið upp á innanlandsflug. Og reyndar eru ekki heldur í boði beinar sætaferðir milli flugstöðvanna tveggja á suðvesturhorninu. Farþegar sem ætla að fara frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkurflugvallar verða að skipta um rútu á BSÍ eða Holtagörðum eftir því hvort farið er með Airport Express eða Flugrútunni og borga þarf aukalega 600 krónur fyrir þessa þjónustu, hvora leið.

Hefur ekki gengið sem skildi 

Sem fyrr segir hefur Flugfélags Íslands, í samstarfi við Icelandair, boðið upp á ferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar síðustu þrjú sumur og hafa vélarnar farið í loftið um hálf þrjú og lent 50 mínútum síðar á Keflavíkurflugvelli. Farþegar geta þá náð tengiflugi með Icelandair til fjölmargra áfangastaða í N-Ameríku og Evrópu. Vél Flugfélagsins heldur svo aftur norður um hálf fimm og þá með farþega sem nýkomnir eru til landsins frá Evrópu. Viðtökurnar við þessu flugi hafa ekki verið mjög góðar samkvæmt forsvarsmönnum flugfélagsins en engu að síður meta þeir núna eftirspurn eftir þjónustunni á öðrum árstímum og með öðru sniði. Núverandi flugáætlun gæti því tekið breytingum og mætti t.a.m. hugsa sér að fyrsta ferð til Akureyrar yrði frá Keflavíkurflugvelli um áttaleytið að morgni þegar þúsundir farþega eru nýkomnir til landsins frá N-Ameríku. Flogið yrði til baka til Keflavíkur um klukkan tvö með farþega á leið í flug til Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada. Í millitíðinni væri hægt að nýta vél Flugfélagsins í ferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur og jafnvel í flug til Grænlands eða Skotlands frá Keflavíkurflugvelli um kvöldið. 

Morgunflug yrði stórt skref

Aðgengi norðanmanna að útlöndum og túrista að Norðurlandi myndi svo aukast ennþá meira ef Flugfélag Íslands, eða annað flugfélag, myndi einnig bjóða upp á morgunflug frá Akureyri til Keflavíkur og jafnvel að gera farþegum kleift að fljúga frá landinu með fleiri flugfélögum en bara Icelandair. Ef brottför frá Akureyri væri á dagskrá milli hálf sex og sex að morgni þá næðu farþegarnir að vera komnir inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar tæpri klukkustund síðar. Það er nógu tímanlega til að ná tugum morgunfluga frá Keflavíkurflugvelli til Evrópu og Ameríku enda væru farþegarnir búnir að innrita farangur og fara í gegnum vopnaleit á Akureyri og slyppu þá við biðraðirnar í Leifsstöð. Vél Flugfélag Íslands myndi svo snúa tilbaka norður um átta leytið um morguninn með farþega úr Ameríkuflugi og síðan aftur til Keflavíkur klukkan tvö líkt og í dæminu hér fyrir ofan. Til að geta boðið upp á morgunflug frá Akureyri þarf flugvélin hins vegar að vera á Akureyri yfir nótt og áhöfn jafnframt staðsett þar.
Ef morgunflugið frá Akureyri yrði á boðstólum þá myndi það hafa í för með sér miklar breytingar fyrir íbúa Akureyrar. Þeim myndi þá nægja að fara á fætur á sama tíma og Reykvíkingar til ná sömu vélinni frá Keflavíkurflugvelli til Evrópu rúmum þremur klukkutímum síðar. Í dag þurfa Akureyringar, líkt og íbúar víða um land, að keyra suður daginn áður, gista yfir nótt á suðvesturhorninu og fara út á Leifsstöð í morgunsárið daginn eftir. 
TENGDAR GREINAR: MIKILVÆG TENGING INNANLANDS- OG MILLILANDAFLUGSTVÖFALT FLEIRI FERÐAMENN EN FARÞEGUM Í INNANLANDSFLUGI FÆKKAR

Nýtt efni

Stjórnendur flugfélagsins Westjet sóttu um lendingartíma á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarvertíðina 2020 og þá var ætlunin að fljúga hingað fjórum sinnum í viku frá Toronto, fjölmennustu borg Kanada. Sala á flugmiðum fór þó aldrei í loftið og áður Covid-faraldurinn hófst í ársbyrjun 2020 hafði Westjet gefið út að ekkert yrði að Íslandsfluginu. Stuttu síðar lokuðust landamæri …

Umhverfisstofnun er farin að fikra sig áfram með álagsstýringu á ferðamannastöðum. „Við erum að setja af stað pöntunarkerfi í Landmannalaugum i sumar,“ sagði Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, á ársfundi náttúruverndarnefnda nýverið. „Þetta er mjög einföld aðferð,“ sagði Inga Dóra: Ef þú kemur akandi þarftu að bóka stæði og borga fyrir það. …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …

Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Play. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins og verður Sigurður Örn hluti af framkvæmdastjórn flugfélagsins sem nú telur átta manns, einum fleiri en í yfirstjórn Icelandair. Í tilkynningu segir að Sigurður Örn muni hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert …

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …