Samfélagsmiðlar

Íbúar Akureyrar og Reykjavíkur yrðu jafn lengi út á Keflavíkurflugvöll

akureyri kaupmannahofn

Akureyringur á leið í morgunflug út í heim gæti farið á fætur á sama tíma og reykvískur farþegi ef flugsamgöngur innanlands væri efldar. Akureyringur á leið í morgunflug út í heim gæti farið á fætur á sama tíma og reykvískur farþegi ef flugsamgöngur innanlands væri efldar. Í dag þurfa hins vegar farþegar af landsbyggðinni að ferðast langa leið til að komast út á Keflavíkurflugvöll.
Daglega setjast á bilinu 1 til 2 þúsund íslenskir farþegar upp í þoturnar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og fljúga út í heim. Og miðað við hvernig byggð dreifist um landið þá má reikna með að um sjötti hver þessara íslensku farþega hafi ferðast 500 til 800 kílómetra til Keflavíkurflugvallar frá heimili sínu. Langflestir í einkabíl enda takmarkast innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli við nokkrar ferðir í viku til Akureyrar yfir hásumarið. Bolvíkingur sem kýs að keyra í Leifsstöð þarf þá að fara 510 kílómetra frá heimabyggð og út á flugvöll sem er sama vegalengd og íbúar Óslóar myndu leggja að baki ef þeir flygju til útlanda frá Stokkhólmi. Íbúar Seyðisfjarðar eru svo rúmar 8 klukkustundir á leiðinni út á Keflavíkurflugvöll sem er álíka tímafrekt og það tekur Amsterdambúa að keyra yfir allt Holland og vesturhluta Þýskalands til að innrita sig í flug í Zurich í Sviss.

Myndi draga úr sérstöðu Keflavíkurflugvallar

Vissulega eru þessi dæmi ekki alveg sambærileg. Hollendingurinn fljúgandi getur til dæmis valið á milli nokkurra alþjóðaflugvalla sem eru nær Amsterdam en sá í Zurich eða bara flogið frá Schiphol. Seyðfirðingurinn fer reyndar framhjá tveimur alþjóðaflugvöllum á leið sinni til höfuðborgarinnar en vélarnar sem taka þar á loft lenda í Vatnsmýrinni en ekki við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þessa dagana kanna forsvarsmenn Flugfélags Íslands hins vegar möguleikan á að starfrækja flugleiðina milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar yfir lengra tímabil líkt og Túristi greindi frá. Þar með yrði sérstaða Keflavíkurflugvallar ekki sú sama og hún er í dag því leit er að alþjóðaflugvelli í Evrópu þar sem ekki er einnig boðið upp á innanlandsflug. Og reyndar eru ekki heldur í boði beinar sætaferðir milli flugstöðvanna tveggja á suðvesturhorninu. Farþegar sem ætla að fara frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkurflugvallar verða að skipta um rútu á BSÍ eða Holtagörðum eftir því hvort farið er með Airport Express eða Flugrútunni og borga þarf aukalega 600 krónur fyrir þessa þjónustu, hvora leið.

Hefur ekki gengið sem skildi 

Sem fyrr segir hefur Flugfélags Íslands, í samstarfi við Icelandair, boðið upp á ferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar síðustu þrjú sumur og hafa vélarnar farið í loftið um hálf þrjú og lent 50 mínútum síðar á Keflavíkurflugvelli. Farþegar geta þá náð tengiflugi með Icelandair til fjölmargra áfangastaða í N-Ameríku og Evrópu. Vél Flugfélagsins heldur svo aftur norður um hálf fimm og þá með farþega sem nýkomnir eru til landsins frá Evrópu. Viðtökurnar við þessu flugi hafa ekki verið mjög góðar samkvæmt forsvarsmönnum flugfélagsins en engu að síður meta þeir núna eftirspurn eftir þjónustunni á öðrum árstímum og með öðru sniði. Núverandi flugáætlun gæti því tekið breytingum og mætti t.a.m. hugsa sér að fyrsta ferð til Akureyrar yrði frá Keflavíkurflugvelli um áttaleytið að morgni þegar þúsundir farþega eru nýkomnir til landsins frá N-Ameríku. Flogið yrði til baka til Keflavíkur um klukkan tvö með farþega á leið í flug til Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada. Í millitíðinni væri hægt að nýta vél Flugfélagsins í ferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur og jafnvel í flug til Grænlands eða Skotlands frá Keflavíkurflugvelli um kvöldið. 

Morgunflug yrði stórt skref

Aðgengi norðanmanna að útlöndum og túrista að Norðurlandi myndi svo aukast ennþá meira ef Flugfélag Íslands, eða annað flugfélag, myndi einnig bjóða upp á morgunflug frá Akureyri til Keflavíkur og jafnvel að gera farþegum kleift að fljúga frá landinu með fleiri flugfélögum en bara Icelandair. Ef brottför frá Akureyri væri á dagskrá milli hálf sex og sex að morgni þá næðu farþegarnir að vera komnir inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar tæpri klukkustund síðar. Það er nógu tímanlega til að ná tugum morgunfluga frá Keflavíkurflugvelli til Evrópu og Ameríku enda væru farþegarnir búnir að innrita farangur og fara í gegnum vopnaleit á Akureyri og slyppu þá við biðraðirnar í Leifsstöð. Vél Flugfélag Íslands myndi svo snúa tilbaka norður um átta leytið um morguninn með farþega úr Ameríkuflugi og síðan aftur til Keflavíkur klukkan tvö líkt og í dæminu hér fyrir ofan. Til að geta boðið upp á morgunflug frá Akureyri þarf flugvélin hins vegar að vera á Akureyri yfir nótt og áhöfn jafnframt staðsett þar.
Ef morgunflugið frá Akureyri yrði á boðstólum þá myndi það hafa í för með sér miklar breytingar fyrir íbúa Akureyrar. Þeim myndi þá nægja að fara á fætur á sama tíma og Reykvíkingar til ná sömu vélinni frá Keflavíkurflugvelli til Evrópu rúmum þremur klukkutímum síðar. Í dag þurfa Akureyringar, líkt og íbúar víða um land, að keyra suður daginn áður, gista yfir nótt á suðvesturhorninu og fara út á Leifsstöð í morgunsárið daginn eftir. 
TENGDAR GREINAR: MIKILVÆG TENGING INNANLANDS- OG MILLILANDAFLUGSTVÖFALT FLEIRI FERÐAMENN EN FARÞEGUM Í INNANLANDSFLUGI FÆKKAR

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …