Samfélagsmiðlar

Innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli til skoðunar

Bombardier Q400

Millilending við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og leið út í heim gæti orðið raunhæfur kostur fyrir íslenska farþega og erlenda ferðamenn í nánustu framtíð. Millilending við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og leið út í heim gæti orðið raunhæfur kostur fyrir íslenska farþega og erlenda ferðamenn í nánustu framtíð.
Síðustu þrjú sumur hefur Flugfélag Íslands boðið upp á sumarflug milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar. Stjórnendur fyrirtækisins kanna nú möguleikan á því að starfrækja flugið utan háannatíma. „Við erum ekki komnir með endanlega niðurstöðu í það hvort og þá hvenær við gætum hafið flug frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar á öðrum árstímum en nú er. Það er enn til skoðunar en við vonumst til að það liggi fyrir á næstu vikum”, segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, aðspurður um innanlandsflugsflug félagsins frá Keflavíkurflugvelli. Ef niðurstaða stjórnenda Flugfélags Íslands verði sú að auka umsvifin í þessari stærstu flughöfn landsins þá yrði starfsemin þar alltaf viðbót við núverandi markað á Reykjavíkurflugvelli að sögn Árna.

Tenging fyrir ferðamenn og heimamenn

Líkt og kom fram í grein Túrista í síðustu viku þá telja forsvarsmenn ferðamála á Norðurlöndum það vera mjög mikilvægt, fyrir dreifingu ferðamanna í sínum löndum, að boðið sé upp á innanlandsferðir frá aðalflugvelli hvers lands. Keflavíkurflugvöllur nýtur hins vegar þeirrar sérstöðu að þaðan fljúga allar þotur til útlanda ef frá eru taldar sumarferðir til Akureyrar. Erlendir ferðamenn sem ætla í innanlandsflug verða því að koma sér á Reykjavíkurflugvöll. Á sama hátt getur fólk á landsbyggðinni ekki flogið til útlanda frá sínum heimaflugvelli með millilendingu á Keflavíkurflugvelli, öfugt við það sem íbúar í dreifðari byggðum á hinum Norðurlöndunum geta gert. Sú staða gæti hins vegar breyst með auknu innanlandsflugi frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Tímaspursmál hvenær hlutirnir ganga upp

„Það geta tækifæri falist í því að tengja með enn ríkari hætti millilandaflug og innanlandsflug, sér í lagi yfir vetrartímann,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar aðspurður um hvort samtökin líti þessa tengingu flugferða sömu augum og forsvarsmenn ferðamála á Norðurlöndunum. „Að vissu leyti er verið að bjóða upp á slíka lausn því Flugfélag Íslands hefur undanfarin þrjú sumur boðið upp á beint flug frá Keflavík til Akureyrar. Viðtökur hafa verið þokkalegar, en forsvarsmenn fyrirtækisins telja þó mikilvægt að skoða þessa lausn áfram,“ segir Skapti Örn. „Innviðir hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu á landsbyggðinni hafa batnað og framboð á afþreyingu aukist. Það er vonandi tímaspursmál hvenær hlutirnir fara að ganga upp og framboð og eftirspurn haldist betur í hendur.“ Skapti Örn segir vetrarferðamennsku á landsbyggðinni hafa verið að sækja í sig veðrið. „Norðurland er sannarlega komið á kortið sem ákjósanlegur vetraráfangastaður, t.d. fyrir þá sem sækja í snjó og skíði. Þá á Austurland mikið inni, enda er þar m.a. að finna framúrskarandi skíðasvæði. Það myndi því styrkja ferðaþjónustu á þessum svæðum ef betur gengi að tengja saman millilandaflug og innanlandsflug.“

Aukning í ár

Þegar litið er til tímabilsins 2011 til 2016 þá sést að farþegafjöldinn á Keflavíkurflugvelli hefur nær tvöfaldast en samdráttur hefur orðið á öðrum flugvöllum landsins. Staðan hefur hins vegar batnað í ár að sögn Skapta. „Það sem af er þessu ári höfum við verið að sjá 30 prósent aukningu í fjölda erlendra ferðamanna sem nýta sér innanlandsflug og er það í línu við aukningu á komum erlendra ferðamanna til landsins,“ segir Skapti Örn. „Þá eru merki um að Íslendingar nýti sér innanlandsflug í ríkari mæli og helst það í hendur við kaupmáttaraukningu í landinu.“
Samkvæmt flugtölum frá Islavia þá fjölgaði farþegum á innanlandsflugvöllunum um 7 prósent fyrstu sjö mánuði þessa árs en aukning á Keflavíkurflugvelli nemur nærri 35 prósentum.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …